Handbolti

Auðveldur sigur Rússa á Litháen

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pavel Atman skoraði fimm mörk fyrir Rússa í gær.
Pavel Atman skoraði fimm mörk fyrir Rússa í gær. Vísir/Getty
Rússland tryggði sér sæti á HM 2015 í handbolta með 11 marka sigri, 22-33, á Litháum á útivelli. Staðan í hálfleik var jöfn, 13-13.

Pavel Atman og Egor Evdokimov skoruðu fimm mörk hvor fyrir Rússa, en Povilas Babarskas var markahæstur Litháa með átta mörk.

Rússar unnu fyrri leikinn með átta mörkum, 30-22 og viðureignina samanlagt, 63-44.

Tékkland, Austurríki og Pólland tryggðu sér einnig farseðilinnn á HM í Katar í gær.


Tengdar fréttir

Tékkar fara til Katar

Tékkneska landsliðið í handbolta tryggði sér sæti á HM 2015 í Katar með ótrúlegum tólf marka sigri á Serbíu í Brno í dag.

Patrekur og félagar tryggðu sér farseðilinn til Katar

Patrekur Jóhannesson og lærisveinar hans í austurríska landsliðinu í handbolta verða á meðal þátttökuþjóða á HM í Katar á næsta ári. Þetta varð ljóst eftir jafntefli Austurríkis og Noregs í seinni leik liðanna um sæti á HM í dag.

Þjóðverjar fara ekki á HM

Pólland vann Þýskaland 28-29 í seinni leik liðanna um sæti á HM 2015 í Magdeburg í dag. Pólverjar unnu fyrri leikinn í Gdansk, 25-24, og viðureignina samanlagt 54-52.

Naumur sigur Svía

Fredrik Peterson reyndist hetja Svía þegar hann tryggði liðinu eins marks útisigur, 24-25, á Rúmeníu í fyrri leik liðanna um laust sæti á HM 2015 í Katar.

Austurríki hafði betur gegn Noregi | Stórsigur Serba

Patrekur Jóhannesson og lærisveinar hans í austurríska landsliðinu unnu tveggja marka heimasigur, 28-26, á Noregi í fyrri leik liðanna um sæti á HM í Katar á næsta ári. Norðmenn leiddu með einu marki í hálfleik, 15-16.

Jurkiewicz hetja Pólverja

Pólland vann eins marks sigur, 25-24, á Þýskalandi í fyrri leik liðanna um sæti á HM 2015 í Katar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×