Handbolti

Sønderjyske sætir rannsókn um hagræðingu úrslita

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Bjerringbro Silkeborg mætti Barcelona í Evrópukeppni á síðasta ári.
Bjerringbro Silkeborg mætti Barcelona í Evrópukeppni á síðasta ári. Vísir/AFP
Danska handboltaliðið Sønderjyske hefur opinberað að leikmenn liðsins fengu 15.000 danskar krónur greiddar frá leikmönnum Bjerringbro-SV fyrir lokaleik sinn í dönsku úrvalsdeildinni.

Sønderjyske var í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni við Skanderborg sem mætti Sønderjyske sama dag. Sønderjyske siglir um miðja deild og var sæti þeirra í úrslitakeppninni tryggt.

Á sama tíma tók Bjerringbro á móti Skjern sem var í harðri baráttu um efsta sætið í dönsku úrvalsdeildinni.

Svo fór að Sønderjyske vann leik sinn gegn Skanderborg á sama tíma og Bjerringbro tapaði fyrir Skjern. Fyrir vikið hélst staðan óbreytt og fór Silkeborg í úrslitakeppnina.

Greiðslan sem Sønderjyske fékk átti að fara í sérstakan sjóð til hópeflis innan liðsins en er nú til rannsóknar hjá danska handboltassambandinu. Sønderjyske lét á endanum peninginn renna til góðgerðarmála en sætir nú ásamt Bjerringbro rannsókn af hálfu danska handboltasambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×