Handbolti

Stærsta stund ferilsins

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Guðjón Valur leikur í treyju númer 19
Guðjón Valur leikur í treyju númer 19 Mynd/FCBarcelona.es
Guðjón Valur Sigurðsson var rétt í þessu kynntur sem leikmaður Barcelona og bárust í kjölfar þess fyrstu myndirnar af Guðjóni með Barcelona treyju í hönd.

Guðjón Valur skrifaði undir tveggja ára samning við Barcelona á dögunum en hann kemur til liðsins frá Kiel.

„Þetta er stærsta stund ferilsins og ég á erfitt með að lýsa tilfinningunum að skrifa undir hjá Barcelona. Markmið mitt hér er að vinna spænsku deildina og vinna Meistaradeildina,“ sagði Guðjón Valur á blaðamannafundinum þar sem hann var kynntur til leiks.

Guðjón viðurkenndi í viðtali við Fréttablaðið í síðustu viku að það hefði komið honum á óvart að Barcelona skyldi hafa áhuga á mann til liðs við sig á hans aldri. Þegar tilboð kom frá Barcelona var stefnan ákveðin enda um langþráðan draum að ræða.

„Um leið og ég heyrði af áhuga Barcelona þurfti ekki meira til, það hefur ávallt blundað í mér að fara til Spánar. Ég hélt að ég myndi þurfa að gefa þann draum upp á bátinn miðað við þá þróun sem hefur orðið í spænsku deildinni síðustu ár,“ sagði Guðjón í samtali við Fréttablaðið í síðustu viku.

Hér fyrir neðan má sjá mynd af syni Guðjóns í Barcelona treyju.




Tengdar fréttir

Kveð Kiel á góðu nótunum

Guðjón Valur Sigurðsson skrifaði undir hjá Barcelona í gær og er með því að uppfylla gamlan draum.

Tímamótaleikur hjá Guðjóni Val

Guðjón Valur Sigurðsson leikur í dag sinn 300. landsleik á ferlinum gegn er Ísland mætir Bosníu út í Sarajevo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×