Golf

Strange: Tiger er að ljúga að sjálfum sér

Tiger svekktur á síðasta móti.
Tiger svekktur á síðasta móti. vísir/getty
Það er rúm vika í að Opna breska meistaramótið í golfi hefjist. Tiger Woods mun snúa aftur og eðlilega bíða menn spenntir eftir því að sjá hvernig honum muni ganga.

Síðast þegar Tiger spilaði á Hoylake-vellinum árið 2006 þá rúllaði hann upp Opna breska. Hann hefur ekki sömu yfirburði í dag og hann hafði þá.

Tiger fór í aðgerð á baki í mars og er aðeins búinn að hita upp fyrir Opna breska með því að taka þátt í einu móti. Þar komst hann ekki í gegnum niðurskurðinn.

Ansi margir hafa enga trú á Tiger að þessu sinni. Þeirra á meðal er Curtis Strange. Hann vann Opna bandaríska mótið tvisvar og var fyrirliði bandaríska Ryder-liðsins árið 2002.

„Hann var ekkert í sérstöku formi áður en hann fór í aðgerð. Hann er augljóslega ekkert betri í dag," sagði Strange.

„Ef hann telur sig geta farið á Hoylake og unnið þá er hann aðeins að ljúga að sjálfum sér."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×