„Það hlaut að koma að því“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. september 2024 19:00 Arnar Gunnlaugsson sást oft fórna höndum á meðan leik stóð. vísir / pawel Arnar Gunnlaugsson tapaði bikarúrslitaleik í fyrsta sinn sem þjálfari í dag, 2-0 gegn KA. Hann segir sína menn í Víking hafa orðið undir í seinni bolta baráttunni og ekki gert vel í að nýta færin fjölmörgu sem liðið skapaði sér. „Mér líður betur eftir að hafa unnið leiki, ég get lofað þér því. Sár og svekktur núna en það hlaut að koma að því, að við töpum,“ sagði Arnar eftir leik. „Skemmtilegur leikur, mörg vafaatriði, mikil læti og mikil ástríða. KA-menn mjög baráttuglaðir, óska þeim innilega til hamingju, veit hversu stór stund þetta er fyrir þá og þeir stóðu sig virkilega vel.“ Víkingur var án síns mesta markahróks síðustu ára, fyrirliðans Nikolaj Hansen, sem var frá vegna meiðsla sem hann varð fyrir í síðasta leik gegn Fylki. Það sást að Víkingar söknuðu hans í dag. „Já kannski mögulega, en ekki bara hann. Í svona leikjum viltu hafa leikmenn eins og Pablo líka, svona nasty leikmenn. Mér fannst við vera undir í seinni bolta baráttu í þessum leik. Það sást fljótt hvað plan KA var, langir boltar og aggressívir að ráðast á seinni boltann. Við díluðum illa við það. Svo var svekkjandi að fá á sig mark úr föstu leikatriði. Við spiluðum samt alls ekki illa, það vantaði bara herslumuninn að gera eitthvað úr okkar fjölmörgu sóknum.“ Arnar horfir af hlíðarlínunni með stuðningsfólk KA í baksýn.vísir / pawel Í seinni hálfleik nýtti Arnar alla mögulegar skiptingar sem hann átti. Báðum kantmönnum og báðum bakvörðum var skipt út, auk eins miðjumanns. Það dugði þó ekki til. „Það var bara verið að reyna að breyta aðeins til, fá ferskar lappir og halda þunganum allar níutíu mínúturnar. Mér fannst það ganga mjög vel, það var okkar að herja á þá, en á móti kemur að þú býður hættunni heim, skyndisókn eins og KA nýtti undir lokin,“ sagði Arnar að lokum áður en hann dreif sig að heimsækja barnabarn sitt sem fæddist í morgun. Klippa: Arnar Gunnlaugsson eftir tap í úrslitaleik Mjólkurbikarsins Viðtalið við Arnar í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var á köflum Fótbolti Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira
„Mér líður betur eftir að hafa unnið leiki, ég get lofað þér því. Sár og svekktur núna en það hlaut að koma að því, að við töpum,“ sagði Arnar eftir leik. „Skemmtilegur leikur, mörg vafaatriði, mikil læti og mikil ástríða. KA-menn mjög baráttuglaðir, óska þeim innilega til hamingju, veit hversu stór stund þetta er fyrir þá og þeir stóðu sig virkilega vel.“ Víkingur var án síns mesta markahróks síðustu ára, fyrirliðans Nikolaj Hansen, sem var frá vegna meiðsla sem hann varð fyrir í síðasta leik gegn Fylki. Það sást að Víkingar söknuðu hans í dag. „Já kannski mögulega, en ekki bara hann. Í svona leikjum viltu hafa leikmenn eins og Pablo líka, svona nasty leikmenn. Mér fannst við vera undir í seinni bolta baráttu í þessum leik. Það sást fljótt hvað plan KA var, langir boltar og aggressívir að ráðast á seinni boltann. Við díluðum illa við það. Svo var svekkjandi að fá á sig mark úr föstu leikatriði. Við spiluðum samt alls ekki illa, það vantaði bara herslumuninn að gera eitthvað úr okkar fjölmörgu sóknum.“ Arnar horfir af hlíðarlínunni með stuðningsfólk KA í baksýn.vísir / pawel Í seinni hálfleik nýtti Arnar alla mögulegar skiptingar sem hann átti. Báðum kantmönnum og báðum bakvörðum var skipt út, auk eins miðjumanns. Það dugði þó ekki til. „Það var bara verið að reyna að breyta aðeins til, fá ferskar lappir og halda þunganum allar níutíu mínúturnar. Mér fannst það ganga mjög vel, það var okkar að herja á þá, en á móti kemur að þú býður hættunni heim, skyndisókn eins og KA nýtti undir lokin,“ sagði Arnar að lokum áður en hann dreif sig að heimsækja barnabarn sitt sem fæddist í morgun. Klippa: Arnar Gunnlaugsson eftir tap í úrslitaleik Mjólkurbikarsins Viðtalið við Arnar í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var á köflum Fótbolti Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira