Handbolti

Ellefu sigrar í röð hjá strákunum hans Arons

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Kristjánsson.
Aron Kristjánsson. Vísir/Stefán
Lærisveinar Arons Kristjánssonar í KIF Kolding lentu í hörkuleik á móti Tvis Holstebro í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld en lönduðu að lokum fjögurra marka sigri, 30-26.

KIF Kolding hefur nú unnið 11 deildarleiki í röð eða alla leiki frá jafntefli við Aab í byrjun september. Liðið er komið með örugga forystu á toppnum.

KIF gekk illa að stoppa Michael Damgaard, einn efnilegasta leikmann Dana, sem skoraði 11 mörk í leiknum. Frábær frammistaða hans dugði þó ekki til sigurs.

Tvis Holstebro liðið komst í 4-1, 7-3 og náði mest fimm marka forskoti í fyrri hálfleiknum, 13-8 og 14-9.

Kolding minnkaði muninn niður í eitt mark fyrir hálfleik, 15-14, með því að vinna síðustu sex mínútur hálfleiksins 5-1.

Kolding réð lítið við danska landsliðsmanninn Michael Damgaard sem skoraði sjö mörk á fyrstu 23 mínútum leiksins.

Tvis Holstebro var áfram með frumkvæðið í upphafi seinni hálfleiksins en Bo Spellerberg kom KIF yfir í 20-19 með því að skora tvö mörk í röð.

Reynsluboltinn Torsten Laen var líka öflugur á lokakaflanum þegar KIF Kolding gerði út um leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×