Handbolti

Heldur ævintýri Göppingen áfram gegn Kiel?

Alfreð Gíslason þarf að vera með sína menn í Kiel á tánum í kvöld.
Alfreð Gíslason þarf að vera með sína menn í Kiel á tánum í kvöld. vísir/getty
Það er boðið upp á stórleik í þýska handboltanum í kvöld er Göppingen tekur á móti Kiel.

Göppingen hefur komið allra liða mest á óvart í deildinni í vetur. Liðið er í þriðja sæti með 20 stig eða fjórum minna en topplið Löwen og Kiel.

Svíinn Magnus Andersson, sem HSÍ vildi eitt sinn ráða sem landsliðsþjálfara, er að stýra liði Göppingen og heldur betur að gera góða hluti. Hann var áður þjálfari danska ofurliðsins AG þar sem fjöldi Íslendinga spilaði.

Kiel er án Arons Pálmarssonar og Tékkinn Filip Jicha er að skríða til baka eftir meiðsli. Kiel er því ekki með fullmannað lið og mun þurfa að hafa fyrir hlutunum gegn spræku liði Göppingen.

Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Það er Guðjón Guðmundsson sem lýsir leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×