Handbolti

Tandri og félagar fengu skell á heimavelli

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Tandri Már Konráðsson varð Íslandsmeistari með HK 2012.
Tandri Már Konráðsson varð Íslandsmeistari með HK 2012. vísir/vilhelm
Tandri Már Konráðsson og félagar hans í sænska handboltaliðinu Ricoh fengu vænan tíu marka skell, 25-15, á heimavelli gegn Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Kristianstad, sem Ólafur Guðmundsson lék með á síðustu leiktíð, var sjö mörkum yfir í hálfleik, 16-7, og aldrei spurning um hvort lið færi með sigur af hólmi.

Tandri Már var með miðið illa stillt í kvöld, en hann skoraði þrjú mörk úr ellefu skotum fyrir nýliðana. Hann var engu að síður markahæstur í sínu liði ásamt tveimur öðrum sem skoruðu einnig þrjú mörk.

Nýliðar Ricoh eru í tíunda sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með níu stig eftir þrettán leiki, en Kristianstad er í öðru sæti með átján stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×