Handbolti

Füchse Berlín í viðræðum við Erling

Guðjón Guðmundsson skrifar
Erlingur Richardsson stýrir liði West Wien í dag.
Erlingur Richardsson stýrir liði West Wien í dag. vísir/daníel
Svo gæti farið að arftaki Dags Sigurðssonar hjá Füchse Berlín verði íslenskur þegar hann lætur af störfum eftir tímabilið.

Erlingur Richardsson, sem náð hefur góðum árangri með West Wien í Austurríki, er undir smásjá þýska liðsins, samkvæmt heimildum fréttastofu.

Erlingur mun síðustu daga hafa rætt við forráðamenn þýska liðsins, sem samkvæmt heimildum fréttastofu hafa einnig verið í viðræðum við ClausJörgensen, þjálfara Team Tvis Holstebro í Danmörku.

Þá hefur Ole Lindgren, annar tveggja þjálfara sænska landsliðsins, verið nefndur til sögunnar.

Erlingur, sem náð hefur góðum árangri með West Wien í Austurríki, er sagður efstur á blaði hjá þýska liðinu, en hann hefur einnig starfað í þjálfarateymi íslenska landsliðsins.

Dagur Sigurðsson, sem þjálfað hefur Berlínarliðið með frábærum árangri, lætur af störfum næsta sumar. Hann var sem kunnugt er ráðinn þjálfari þýska landsliðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×