Körfubolti

Danir höfðu betur í seinni leiknum

Helena Sverrisdóttir var stigahæst í gær.
Helena Sverrisdóttir var stigahæst í gær. vísir/andri marinó
Danmörk hafði í dag betur gegn Íslandi, 74-63, á æfingamóti í Kaupmannahöfn. Stelpurnar okkar höfðu betur í framlengingu í gær en urðu að játa sig sigraða í dag.

Ísland leiddi eftir fyrsta leikhlutann en Danir voru með nauma forystu í hálfleik, 34-32. Þær íslensku byrjuðu síðari hálfleikinn af krafti og voru með forystu, 52-50, þegar síðasti fjórðungurinn hófst.

Danir tóku forystuna á ný strax í fjórða leikhluta og létu hana ekki af hendi. Þeir skoruðu 24 stig í leikhlutanum en héldu íslensku stelpunum í aðeins ellefu stigum.

Sara Rún Hinriksdóttir var stigahæst í dag með sexxtán stig en Helena Sverrisdóttir, sem spilaði í sextán mínútur í dag, kom næst með tólf stig. Allir leikmenn íslenska liðsins fengu að spila í dag og flestir að minnsta kosti tíu mínútur.

Ísland mætir Finnlandi í lokaleik sínum á mótinu á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×