Körfubolti

Fréttamynd

51 stigs tap hjá Herði Axel og félögum

Hörður Axel Vilhjálmsson og félagar í Valladolid töpuðu stórt á móti Valencia í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Valencia-liðið vann leikinn á endanum með 51 stigi, 108-57.

Körfubolti
Fréttamynd

Axel með flotta tvennu í góðum sigri

Axel Kárason og félagar í Værlöse BBK unnu góðan átta stiga heimasigur á Horsens IC, 78-70, í dönsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Værlöse endaði um leið þriggja leikja taphrinu sína í deildinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Það verður mikið skorið niður í vetur

Íslendingaliðið Sundsvall Dragons er í fjárhagsvandræðum og gæti misst keppnisleyfi sitt í sænska körfuboltanum. Þegar er byrjað að skera niður hjá félaginu. Hlynur Bæringsson stefnir ekki á að koma heim ef liðið fer á hausinn.

Körfubolti
Fréttamynd

Jón Arnór valinn í lið umferðarinnar

Jón Arnór Stefánsson er í liði umferðarinnar í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta en hann átti frábæran leik þegar lið hans CAI Zaragoza vann 86-82 útisigur á Río Natura Monbús í gær.

Körfubolti
Fréttamynd

Jón Arnór fór á kostum í sigri Zaragoza

Jón Arnór Stefánsson fór mikinn þegar Cai Zaragoza lagði Rio Natura Monbus 86-82 á útivelli í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag. Jón Arnór var lang stigahæstur á vellinum með 28 stig.

Körfubolti
Fréttamynd

Helena frá í hálfan mánuð

Helena Sverrisdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta og leikmaður ungverska liðsins DVTK Miskolc, er ekki enn orðin góð af kálfameiðslunum sem hafa verið að angra hana í upphafi tímabilsins.

Körfubolti
Fréttamynd

Haukur í villuvandræðum í sigri Breogan

Haukur Helgi Pálsson og félagar í Breogan byrja vel í spænsku b-deildinni í körfubolta en liðið sótti tvö stig til Barcelona í morgun og vann þá öruggan 71-55 sigur á b-liði Barcelona. Breogan er eitt af fjórum liðum sem eru með fullt hús eftir tvær umferðir.

Körfubolti
Fréttamynd

Helena með á ný en Miskolc tapaði

Helena Sverrisdóttir skoraði sex stig á 18 mínútum þegar DVTK Miskolc tapaði 61-57 á útivelli á móti slóvakíska liðinu Piestanske Cajky í Mið-Evrópu deildinni í körfubolta í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Jakob með 24 stig í seinni hálfleik í sigri Drekanna

Íslensku landsliðsmennirnir í liði Sundsvall Dragons voru mennirnir á bak við þriggja stiga útisigur á Solna Vikings, 93-90, í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Drekarnir fengu 49 stig, 16 fráköst og 13 stoðsendingar frá Íslendingunum sínum en enginn þeirra var betri en Jakob Örn Sigurðarson sem var hreinlega óstöðvandi í seinni hálfleiknum.

Körfubolti
Fréttamynd

Helena í stóru viðtali á heimasíðu FIBAEurope

Íslenska körfuknattleikskonan Helena Sverrisdóttir er í stóru viðtali á heimasíðu FIBAEurope, evrópska körfuboltasambandsins, þar sem hún talar um nýja liðið sitt, Aluinvent Miskolc, en Helena yfirgaf slóvakíska liðið Good Angels Kosice í sumar og spilar nú í ungversku deildinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Jakob og Hlynur áfram í hópi þeirra bestu í Svíþjóð

Jakob Örn Sigurðarson og Hlynur Bæringsson, leikmenn Sundsvall Dragons, eru áfram í hópi bestu leikmanna sænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta en topp hundrað listinn var gefin út á heimasíðu sænska sambandsins, basketsverige.se. Sænska deildin hefst í kvöld en fyrsti leikur Drekanna er á föstudagskvöldið.

Körfubolti