Körfubolti

Fréttamynd

Martin: Skemmti­legra að tryggja þetta fyrir fullri höll

Martin Hermannsson var aftur mættur í íslenska landsliðsbúninginn og var frábær í kvöld. Martin skoraði 25 stig en leikurinn var mjög erfiður og fór eiginlega eins illa og hægt var. Martin var samt ekki á því að það væri tilefni til að gefast upp og talaði um að það væri mikið skemmtilegra að trygga sig á lokamót fyrir framan íslenska áhorfendur.

Körfubolti

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Körfuboltinn vaknaður á Akra­nesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina

Skagamenn hafa ekki átt lið í efstu deild karla í körfubolta í aldarfjórðung. Það gæti breyst á næstunni því ÍA hefur unnið níu leiki í röð og er á toppi 1. deildarinnar. Þjálfari Skagamanna segir að mikil körfuboltastemmning hafi myndast á Akranesi og vel hafi tekist að setja saman lið. Hann segir þó að árangur vetrarins hafi komið jafnvel honum á óvart.

Körfubolti
Fréttamynd

Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Banda­ríkja­mönnum

Stjörnuleikur NBA deildarinnar hefur dvínað verulega í vinsældum undanfarin ár. Deildin bryddar sífellt upp á nýjungum en það hefur ekki borið árangur í áhorfstölum. Victor Wembanyama og Giannis Antetokounmpo eru hrifnir af hugmyndinni um leik milli bandarískra leikmanna og leikmanna frá öðrum löndum.

Körfubolti