Handbolti

Fréttamynd

Meiddist í fótbolta

Aron Rafn Eðvarðsson var ekki með á æfingu íslenska landsliðsins í handbolta í dag vegna meiðsla í stóru tá hægri fótar. Gömul meiðsli tóku sig upp í fótbolta á æfingu í gær en Aron reiknar ekki með að þetta stoppi hann frá þátttöku á Evrópumeistaramótinu í handbolta í Danmörku í janúar.

Handbolti
Fréttamynd

Fjöldi lykilmanna frá | Óli Gúst ekki með

Mikið hefur verið rætt og ritað um meiðslavandræði íslenska karlalandsliðsins í handbolta sem æfir nú fyrir Evrópumeistaramótið sem fram fer í Danmörku í janúar. Landsliðið var með opna æfingu í hádeginu sem margir lykilmanna gátu ekki tekið þátt í.

Handbolti
Fréttamynd

Guðjón Valur gæti misst af EM

Aron Kristjánsson segir slæmt ástand á íslenska landsliðshópnum í handbolta en fjölmargir lykilmenn eiga við meiðsli að stríða. Guðjón Valur Sigurðsson gæti misst af Evrópumótinu í Danmörku vegna meiðsla.

Handbolti
Fréttamynd

Sterbik missir af EM

Spænska landsliðið í handbolta varð fyrir áfalli þegar staðfest var að Arpad Sterbik, markmaður liðsins verður ekki með á úrslitakeppni Evrópumótsins í handbolta sem fer fram í Danmörku í janúar.

Handbolti
Fréttamynd

Arnór gæti náð EM

"Þetta verður mjög tæpt en ég er samt bjartsýnn á að þetta hafist,“ sagði landsliðsmaðurinn Arnór Atlason aðspurður um hvort hann komist með landsliðinu á EM í janúar.

Handbolti
Fréttamynd

Brasilía heimsmeistari í handbolta í fyrsta sinn

Brasilía varð í dag fyrsta liðið frá Suður-Ameríku til að verða heimsmeistari í handbolta kvenna þegar þær sigruðu Serbíu 22-20 í Belgrade. Brasilíska liðið fór taplaust í gegnum mótið og sigraði serbneska liðið tvisvar á mótinu.

Handbolti
Fréttamynd

Danir unnu bronsið

Danska landsliðið í handbolta nældi sér í bronsverðlaunin á HM kvenna í handbolta í Serbíu í dag með 30-26 sigri á Póllandi. Pólska liðið leiddi lengst af í leiknum en um miðbik seinni hálfleiksins náðu Danir forskotinu með fimm mörkum í röð sem pólska liðinu tókst ekki að jafna.

Handbolti
Fréttamynd

Serbía auðveldlega í úrslitaleikinn á HM kvenna

Serbar sýndu styrk sinn í kvöld með því að vinna sannfærandi sigur á Pólverjum í undanúrslitum HM kvenna í handbolta sem fram fer í Serbíu. Serbía sló út heimsmeistara Noregs á miðvikudagskvöldið og fylgdi því eftir með því að vinna sex marka sigur á Póllandi í kvöld, 24-18.

Handbolti
Fréttamynd

Alexander getur ekki horft á leiki íslenska landsliðsins

Alexander Petersson mun ekki spila með Íslandi á EM í janúar vegna þrálátra axlarmeiðsla. Þetta er þriðja stórmótið af síðustu fjórum sem hann missir af. Þó svo ástand leikmannsins sé ekki gott ætlar hann ekki að leggja landsliðsskóna á hilluna.

Handbolti