Arnór: Ég verð bara að drekka grænan safa á aðfangadag Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. desember 2013 07:30 Arnór Atlason Mynd/AFP „Ég var í uppstökki í lok æfingar þegar ég ég fann smell í kálfanum,“ segir Arnór Atlason en hann er nýjasta spurningamerkið í landsliðshópi Íslands fyrir EM í Danmörku. „Ég hugsaði að þetta gæti bara ekki verið að gerast svona rétt fyrir mót. Ég er búinn að vera á góðu róli og þetta er ömurlegt. Þetta mót hefur verið gulrótin mín síðustu mánuði þannig að það væri hræðilegt að missa af því. Ég er samt enn bjartsýnn.“ Læknar liðs Arnórs, St. Raphael, eru búnir að skoða hann og mynda. Arnór mun svo fara í fleiri rannsóknir. Niðurstöðurnar verða svo sendar heim til lækna íslenska landsliðsins.Verð í kapphlaupi við tímann „Ég verð að bíða og sjá hver staðan er. Ég mun líklega ekki skilja almennilega eðli meiðslanna fyrr en ég sest niður með læknunum heima. Þetta er vonandi tognun en ekki rifa í vöðvanum sjálfum. Þá er málið aðeins erfiðara,“ segir Arnór en er hann búinn að afskrifa EM ef hann er með rifinn vöðva? „Nei, alls ekki. Þetta mun samt alltaf verða kapphlaup við tímann. Sama hversu slæm meiðslin eru.“ Arnór mun missa af síðustu tveimur leikjum St. Raphael og heldur heim til Íslands á morgun. „Ég er því kominn í jólafrí snemma. Það verður svo að fara vel með sig yfir jólin. Ég verð bara að drekka grænan safa á aðfangadag,“ segir Arnór léttur. Hann varð fyrir því óláni að slíta hásin í nóvember í fyrra. Fyrir vikið var hann lengi frá. Hann flutti sig svo til Frakklands síðasta sumar og var varla kominn þangað er hann puttabrotnaði. Það varð þess valdandi að hann missti nánast af öllu undirbúningstímabilinu og hefur því þurft að vinna sig rólega inn í lið St. Raphael. „Þetta er búið að vera erfitt. Ég get ekki skrifað þessi meiðsl á álag. Ég hef aldrei verið undir minna álagi. Er að spila minna en ég er vanur og við erum heldur ekki í neinni Evrópukeppni. Þessi meiðsli skrifast því á óheppni frekar en eitthvað annað. Það er gjörsamlega óþolandi. Ég er samt til í að fórna öllu til þess að geta spilað með strákunum á EM í janúar,“ segir Arnór.Mynd/AFP EM 2014 karla Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Körfubolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Handbolti Fleiri fréttir „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Sjá meira
„Ég var í uppstökki í lok æfingar þegar ég ég fann smell í kálfanum,“ segir Arnór Atlason en hann er nýjasta spurningamerkið í landsliðshópi Íslands fyrir EM í Danmörku. „Ég hugsaði að þetta gæti bara ekki verið að gerast svona rétt fyrir mót. Ég er búinn að vera á góðu róli og þetta er ömurlegt. Þetta mót hefur verið gulrótin mín síðustu mánuði þannig að það væri hræðilegt að missa af því. Ég er samt enn bjartsýnn.“ Læknar liðs Arnórs, St. Raphael, eru búnir að skoða hann og mynda. Arnór mun svo fara í fleiri rannsóknir. Niðurstöðurnar verða svo sendar heim til lækna íslenska landsliðsins.Verð í kapphlaupi við tímann „Ég verð að bíða og sjá hver staðan er. Ég mun líklega ekki skilja almennilega eðli meiðslanna fyrr en ég sest niður með læknunum heima. Þetta er vonandi tognun en ekki rifa í vöðvanum sjálfum. Þá er málið aðeins erfiðara,“ segir Arnór en er hann búinn að afskrifa EM ef hann er með rifinn vöðva? „Nei, alls ekki. Þetta mun samt alltaf verða kapphlaup við tímann. Sama hversu slæm meiðslin eru.“ Arnór mun missa af síðustu tveimur leikjum St. Raphael og heldur heim til Íslands á morgun. „Ég er því kominn í jólafrí snemma. Það verður svo að fara vel með sig yfir jólin. Ég verð bara að drekka grænan safa á aðfangadag,“ segir Arnór léttur. Hann varð fyrir því óláni að slíta hásin í nóvember í fyrra. Fyrir vikið var hann lengi frá. Hann flutti sig svo til Frakklands síðasta sumar og var varla kominn þangað er hann puttabrotnaði. Það varð þess valdandi að hann missti nánast af öllu undirbúningstímabilinu og hefur því þurft að vinna sig rólega inn í lið St. Raphael. „Þetta er búið að vera erfitt. Ég get ekki skrifað þessi meiðsl á álag. Ég hef aldrei verið undir minna álagi. Er að spila minna en ég er vanur og við erum heldur ekki í neinni Evrópukeppni. Þessi meiðsli skrifast því á óheppni frekar en eitthvað annað. Það er gjörsamlega óþolandi. Ég er samt til í að fórna öllu til þess að geta spilað með strákunum á EM í janúar,“ segir Arnór.Mynd/AFP
EM 2014 karla Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Körfubolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Handbolti Fleiri fréttir „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Sjá meira