Handbolti

Fréttamynd

Kiel valtaði yfir Gummersbach

Þýsku meistararnir í Kiel völtuðu yfir Gummersbach, 36-19, í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag en leikurinn fór fram í Sparkassen-höllinni, heimavelli Kiel.

Handbolti
Fréttamynd

Björgvin setur ÓL treyjuna á uppboð til styrktar Bjarka

Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handknattleik, ætlar að bjóða upp landsliðstreyjuna sem hann lék í á ólympíuleikunum í London s.l. sumar. Björgvin, sem leikur með Magdeburg í Þýskalandi, ætlar með þeim hætti að styðja við bakið á knattspyrnumanninum Bjarka Má Sigvaldasyni úr HK sem nýverið greindist með krabbamein.

Handbolti
Fréttamynd

Stelpurnar höfðu heppnina með sér og mæta Tékklandi í umspilinu

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta lenti á móti Tékklandi í umspilinu um laus sæti á Heimsmeistaramótinu í Serbíu sem fer fram í desember á næsta ári en dregið var í Belgrad í hádeginu. Ísland var í neðri styrkleikaflokknum þar sem að liðið komst ekki upp úr sínum riðli á EM í Serbíu og því var alltaf ljóst að liðið myndi fá sterka mótherja í umspilinu.

Handbolti
Fréttamynd

Snorri Steinn og félagar aftur á sigurbraut

Snorri Steinn Guðjónsson og félagar í GOG Håndbold unnu sex marka sigur á Holte, 25-19, í dönsku b-deildinni í handbolta í dag en GoG er áfram með öruggt forskot á toppi deildarinnar. Holte er í 11. sæti.

Handbolti
Fréttamynd

Skortur á örvhentum skyttum

Íslenska landsliðið í handbolta er komið í svipaða stöðu og í aðdraganda Ólympíuleikanna í Barcelona 1992. Þá missti liðið líka þrjár örvhentar skyttur fyrir mótið og endaði á því að spila með rétthentan mann hægra megin, reyndar með mjög góðum árangri.

Handbolti
Fréttamynd

Tíu marka tap hjá strákunum hans Óskars Bjarna

Lærisveinar Óskars Bjarna Óskarssonar í Viborg HK töpuðu stórt á útivelli á móti Skjern Håndbold í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Skjern Håndbold er eitt af sterkustu liðum deildarinnar og vann öruggan 34-24 sigur.

Handbolti
Fréttamynd

Alexander ekki með á HM á Spáni

Alger óvissa ríkir um þátttöku Alexanders Petersson með Íslenska handboltalandsliðinu á heimsmeistaramótinu á Spáni í janúar en þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar tvö.

Handbolti
Fréttamynd

Óskar Bjarni tekur við kvennaliði Viborg

Handboltaþjálfarinn Óskar Bjarni Óskarsson var í dag ráðinn þjálfari kvennaliðs Viborg út leiktíðina 2014. Hann mun að sama skapi láta af störfum sem þjálfari karlaliðsins félagsins.

Handbolti
Fréttamynd

Mikkel Hansen meiddur á hné - Wilbek er ekki bjartsýnn

Mikkel Hansen, stórskytta danska landsliðsins í handbolta, hefur ekki leikið með danska landsliðinu frá því á ólympíuleikunum í London. Það er óvíst með þátttöku hans með Dönum á HM í Spáni sem hefst í janúar en Hansen glímir við meiðsli í hné. Danir eru með Íslendingum í riðli á HM en leikið verður í Sevilla.

Handbolti
Fréttamynd

Ólafur Stefánsson samdi við lið í Katar

Ólafur Stefánsson hefur samið við handboltaliðið Lakhwiya Sports Club í Doha í Katar. Hinn 39 ára gamli leikmaður mun fara til Katar í janúar og leika með liðinu út leiktíðina. Frá þessu er greint á vefsíðunni Handball World. Wolfgang Gütschow, umboðsmaður Ólafs, staðfestir þetta í samtali við Handball World.

Handbolti
Fréttamynd

Paris enn með fullt hús stiga

Paris Handball er enn ósigrað á toppi frönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta eftir öruggan 26-18 sigur á Billere Handball á útivelli í dag.

Handbolti
Fréttamynd

Füchse Berlin tapaði í Hvíta-Rússlandi

Dinamo Minsk skellti lærisveinum Dags Sigurðsson í Füchse Berlin 31-24 í D-riðli Meistaradeildar Evrópu í Hvíta-Rússlandi í dag. Dinamo var 16-15 yfir í hálfleik en leiðir skildu á lokasprettinum.

Handbolti
Fréttamynd

Ingvar og Jónas dæma stórleikinn í Frakklandi

Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson munu dæma stórleik Montpellier Agglomeration og Flensburg-Handewitt í Meistaradeild Evrópu í handbolta í dag sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 17:50.

Handbolti
Fréttamynd

Fínn útisigur hjá GUIF

Íslendingaliðið Eskilstuna GUIF styrkti stöðu sína í þriðja sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með góðum útisigri í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Svekkjandi tap hjá Sverre

Sverre Jakobsson og félagar í Grosswallstadt þurftu að játa sig sigraða gegn Neuhausen í miklum fallbaráttuslag í þýsku úrvalsdeildinni.

Handbolti
Fréttamynd

Kári Kristján: Komið sjálfum okkur á óvart

Kári Kristján Kristjánsson átti stórleik þegar að lið hans Wetzlar skaust upp í þriðja sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta með sigri á Füchse Berlin á útivelli. Kári skoraði fjögur síðustu mörk Wetzlar.

Handbolti
Fréttamynd

Lið Óskars Bjarna tapaði

Viborg tapaði sínum öðrum leik í röð í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Í þetta sinn fyrir Team Tvis Holstebro, 29-23, á útivelli.

Handbolti