Vandi vegsemdarinnar 9. nóvember 2004 00:01 Skýrsla Samkeppnisstofnunar er ekki einungis áfall fyrir olíufélögin og hlutaðeigendur í samráði olíufélaganna. Hún er áfall fyrir viðskiptalífið og neytendur. Vegna málsins hefur tortryggni neytenda í garð fyrirtækja landsins vaxið. Sú tortryggni mun einnig bitna á þeim sem ekkert hafa til saka unnið. Skaðinn er skeður og nú blasir við það verkefni að skapa traust á ný. Þungi umræðunnar hefur að undanförnu beinst að Þórólfi Árnasyni, borgarstjóra. Það er í senn eðlilegt og ósanngjarnt. Eðlilegt vegna þess að Þórólfur gegnir trúnaðarstöðu á vegum almennings og ósanngjarnt að því marki að Þórólfur telst fráleitt forkólfur í svindli olíufélaganna á neytendum. Hann hefur að undanförnu gengist við sínum þætti málsins og ekki reynt að klóra yfir það að eiga hlut að máli. Hann er maður að meiri fyrir það. Allir þeir sem tóku þátt bera sök. Hvort sem þeir settu kíkinn á blinda augað, sátu aðgerðarlausir hjá eða voru fullir þátttakendur í samráðinu. Mesta ábyrgð bera þeir sem skipulögðu samráðið og voru gerendur í því. Lagaleg og siðferðileg skylda hlýtur einnig að hvíla á þeim stjórnarmönnum sem hefðu samkvæmt allri skynsemi átt að kanna hvernig málum væri háttað. Vegsemd stjórnarsætanna fylgir ábyrgð sem menn eiga ekki að skorast undan. Eins og svo oft þegar trúnaðarbrestur verður í samfélaginu skiptir mestu að endurvinna trúnaðinn og koma í veg fyrir að hlutirnir endurtaki sig. Málsbætur þeirra sem stóðu að svindlinu eru að umhverfið sem ríkti í viðskiptalífinu hafi boðið heim þeim vinnubrögðum sem skýrsla samkeppnisstofnunar afhjúpar. Fallast verður á að helmingaskipti og miðstýring atvinnulífsins hafi boðið heim því hugarfari sem samráð olíufélaganna endurspeglar. Þeir sem eru með fullu viti geta þó ekki búið sér til eilíft skálkaskjól úr því að viðskiptaumhverfið væri með þessum hætti. Virk samkeppni er ekki nýuppfundið hugtak og krafan um að fyrirtæki séu ærleg í viðskiptum var ekki ókunn þeim sem komu að málinu. Það umhverfi sem til skamms tíma einkenndi íslenskt viðskiptalíf og samráðið sprettur úr einkenndist af mikilli miðstýringu og sterkum tengslum ráðandi stjórnmálaflokka og stærstu fyrirtækja landsins. Angi þessa umhverfis er sú leynd sem hvílt hefur yfir fjárreiðum stjórnmálaflokka hér á landi. Því hefur margsinnis verið hafnað af hálfu stjórnarflokkanna að bókhald þeirra verði opnað. Helgi Hjörvar alþingismaður setur fram þá athyglisverðu hugmynd að úr því að bókhald flokkanna sé ekki opið ætti að gefa ríkisendurskoðun heimild til að skoða tengsl stjórnmálaflokka við olíufélögin og aðra þá sem hlut eiga að þessu máli. Þetta er athyglisverð hugmynd og til þess fallin að vinna aftur traust almennings til viðskiptalífs og stjórnmálamanna. Eðlilegast væri þó að auka gagnsæi í samfélaginu og opna bókhald stjórnmálaflokkanna. Það er besta leiðin til að mynda traust á ný. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Hafliði Helgason Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun
Skýrsla Samkeppnisstofnunar er ekki einungis áfall fyrir olíufélögin og hlutaðeigendur í samráði olíufélaganna. Hún er áfall fyrir viðskiptalífið og neytendur. Vegna málsins hefur tortryggni neytenda í garð fyrirtækja landsins vaxið. Sú tortryggni mun einnig bitna á þeim sem ekkert hafa til saka unnið. Skaðinn er skeður og nú blasir við það verkefni að skapa traust á ný. Þungi umræðunnar hefur að undanförnu beinst að Þórólfi Árnasyni, borgarstjóra. Það er í senn eðlilegt og ósanngjarnt. Eðlilegt vegna þess að Þórólfur gegnir trúnaðarstöðu á vegum almennings og ósanngjarnt að því marki að Þórólfur telst fráleitt forkólfur í svindli olíufélaganna á neytendum. Hann hefur að undanförnu gengist við sínum þætti málsins og ekki reynt að klóra yfir það að eiga hlut að máli. Hann er maður að meiri fyrir það. Allir þeir sem tóku þátt bera sök. Hvort sem þeir settu kíkinn á blinda augað, sátu aðgerðarlausir hjá eða voru fullir þátttakendur í samráðinu. Mesta ábyrgð bera þeir sem skipulögðu samráðið og voru gerendur í því. Lagaleg og siðferðileg skylda hlýtur einnig að hvíla á þeim stjórnarmönnum sem hefðu samkvæmt allri skynsemi átt að kanna hvernig málum væri háttað. Vegsemd stjórnarsætanna fylgir ábyrgð sem menn eiga ekki að skorast undan. Eins og svo oft þegar trúnaðarbrestur verður í samfélaginu skiptir mestu að endurvinna trúnaðinn og koma í veg fyrir að hlutirnir endurtaki sig. Málsbætur þeirra sem stóðu að svindlinu eru að umhverfið sem ríkti í viðskiptalífinu hafi boðið heim þeim vinnubrögðum sem skýrsla samkeppnisstofnunar afhjúpar. Fallast verður á að helmingaskipti og miðstýring atvinnulífsins hafi boðið heim því hugarfari sem samráð olíufélaganna endurspeglar. Þeir sem eru með fullu viti geta þó ekki búið sér til eilíft skálkaskjól úr því að viðskiptaumhverfið væri með þessum hætti. Virk samkeppni er ekki nýuppfundið hugtak og krafan um að fyrirtæki séu ærleg í viðskiptum var ekki ókunn þeim sem komu að málinu. Það umhverfi sem til skamms tíma einkenndi íslenskt viðskiptalíf og samráðið sprettur úr einkenndist af mikilli miðstýringu og sterkum tengslum ráðandi stjórnmálaflokka og stærstu fyrirtækja landsins. Angi þessa umhverfis er sú leynd sem hvílt hefur yfir fjárreiðum stjórnmálaflokka hér á landi. Því hefur margsinnis verið hafnað af hálfu stjórnarflokkanna að bókhald þeirra verði opnað. Helgi Hjörvar alþingismaður setur fram þá athyglisverðu hugmynd að úr því að bókhald flokkanna sé ekki opið ætti að gefa ríkisendurskoðun heimild til að skoða tengsl stjórnmálaflokka við olíufélögin og aðra þá sem hlut eiga að þessu máli. Þetta er athyglisverð hugmynd og til þess fallin að vinna aftur traust almennings til viðskiptalífs og stjórnmálamanna. Eðlilegast væri þó að auka gagnsæi í samfélaginu og opna bókhald stjórnmálaflokkanna. Það er besta leiðin til að mynda traust á ný.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun