Bónus-deild kvenna

Bónus-deild kvenna

Leikirnir




    Fréttir í tímaröð

    Fréttamynd

    „Ég er mjög mikill full­komnunar­sinni“

    Jamil Abiad, þjálfari Vals, var að vonum ánægður með 27 stiga sigur liðsins gegn Þór Akureyri í leik tvö í 8-liðaúrslitum úrslitakeppni kvenna í körfubolta. Valur þarf einn sigur í viðbót til að fara áfram í undanúrslit.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Erum í basli undir körfunni“

    Emil Barja, þjálfari Hauka, segir lið sitt þurfa að gera betur á báðum endum vallarins ætli liðið sér að ná markmiði sínu að ryðja Grindavík úr vegi í baráttu liðanna um sæti í undanúrslitum Bónus-deildar kvenna í körfubolta. Grindavík bar sigurorð af Haukum þegar liðin öttu kappi í öðrum leik sínum í átta liða úrslitum í Smáranum í kvöld. 

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Það erfiðasta er enn­þá eftir“

    Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindaavíkur, segir vandasamasta verkið vera eftir en liðið er komið 2-0 yfir í rimmu sinni við deildarmeistara Hauka í átta liða úrslitum Bónus-deildar kvenna í körfubolta. Grindavík vann sannfærandi 14 stiga sigur þegar liðin leiddu saman hesta sína í öðrum leik sínum í Smáranum í kvöld.  

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Ekki tími ársins til að fara inn í ein­hverja skel“

    „Mér fannst við vera í hörku séns á vinna þennan leik þrátt fyrir þunnskipaðan hóp og án stórra pósta en fínasta frammistaða, bara leiðinlegt að þetta sveiflast til þeirra þarna í restina“, sagði Daníel Andri Halldórsson, þjálfari Þórs, eftir tap gegn Val í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Bónus deildar kvenna en úrslitin réðust á lokamínútu leiksins.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    „Frá­bært að stela heima­vellinum“

    Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, gat leyft sér að brosa í leikslok eftir að hans konur tryggðu sér fimm stiga sigur í framlengdum leik gegn deildarmeisturum Hauka í fyrstu umferð átta liða úrslita Íslandsmóts kvenna í körfubolta í kvöld.

    Körfubolti