Liðsmenn skaparans 10. nóvember 2004 00:01 Úrslit forsetakosninganna í Bandaríkjunum þurftu ekki að koma neinum á óvart. Raunar væri það mesta furða ef þau hefðu komið einhverjum á óvart því þau voru nákvæmlega þau sömu og skoðanakannanir gáfu til kynna dagana fyrir kjördag. Einhverjar útgönguspár á kjördag sögðu annað en samanlögð viska skoðanakannana og veðbanka var sú að Bush myndi sigra. Engu að síður fór strax af stað umræða um að Bush hefði unnið óvæntan sigur og það stórsigur, og nú þyrftu menn að fara að hugsa öðru vísi um Ameríku en þeir gerðu á meðan þeir héldu að hugmyndaheimur Bush hefði lítið fylgi í landinu. Hvort tveggja er misskilningur. Sigur Bush var ekki stærri en svo að ef sjötíu þúsund kjósendur í einu ríki hefðu skipt um skoðun hefði forsetinn fallið í kosningunum. Þetta er nákvæmlega sami munur og ef sjötíu atkvæði í einu kjördæmi á Íslandi réðu því hvort ríkisstjórn héldi velli. Á landsvísu var munurinn á milli frambjóðendanna sá sami og ef þrjú þúsund atkvæði skildu flokka stjórnar og stjórnarandstöðu á Íslandi en það eru álíka mörg atkvæði og eru á bak við einn þingmann. Eins er rétt að hafa í hug að einungis 30% atkvæðisbærra manna í Bandaríkjunum sáu ástæðu til að fara á kjörstað og greiða forsetanum atkvæði sitt. Öllu stærri hópur sat heima. Fullyrðingar um að umboð Bush sé sérlega skýrt vegna þess að hann hafi fengið fleiri atkvæði en Nixon, Kennedy eða aðrir forsetar eru út í hött því kjósendum fjölgar um milljónir á hverju einasta ári. Helsta sérkenni kosninganna var að sitjandi forseta tókst að vinna þær án þess að fá fylgi við stefnu sína í þeim málum sem kosningar snúast yfirleitt um. Þeir sem töldu efnahagsmál mikilvægasta mál kosninganna kusu Kerry. Þeir sem töldu heilbrigðismál eða atvinnumál mikilvægustu kusu Kerry. Þeir sem töldu Íraksstríðið mikilvægasta mál kosninganna kusu Kerry. Það sem kom mest á óvart er að í sumum ríkjum fékk Kerry fylgi meirihuta þeirra kjósenda sem töldu stríðið gegn hryðuverkum vera stærsta mál kosninganna. Bush reyndi allt sem hann gat til að láta kosningarnar snúast um stríðið gegn hryðjuverkum sem þar vestra er rætt af tilfinningahita og yfirleitt án þess að staðreyndum sé flækt í málið. En jafnvel þeir sem mestar áhyggjur höfðu af hryðjuverkum í ríkjum eins og New York kusu Kerry. Kannanir á ástæðum þess að einstaklingar kusu Bush í kosningunum sýna svo ekki verður um villst að kjósendur í Bandaríkjunum kusu ekki Bush vegna stefnu hans í Írak eða stefnu hans í efnahagsmálum. Ekki er ástæða til að efa áreiðanleika þessara athugana því þær sýndu einnig að Bush myndi vinna kosningarnar tiltölulega naumlega eins og hann gerði. Ástæðan fyrir því að Bush vann kosningarnar var einfaldlega sú að stór hluti þeirra sem fóru á kjörstað töldu að svonefnd siðferðisgildi væru stærsta mál kosninganna. Þar eiga menn yfirleitt við hluti sem snúa að kynlífi með einum eða öðrum hætti. Stærstu kynlífsmálin að undanförnu hafa verið spurningar um hvort guð almáttugur hafi viðbjóð á samkynhneigð og hvort skaparinn telji fóstureyðingar vera morð. Stóra siðferðismálið sem snýr ekki að kynlífi er að menn fái að eiga þau vopn sem þeir kjósa. Á meðal þeirra milljónatuga sem töldu siðferðismálin mikilvægasta mál kosninganna kusu 80% Bush forseta. Í huga þeirra er hann maðurinn sem stendur vörð um siðferðislögmál skapara himins og jarðar. Sem ríkisstjóri leyfði hann aftökur á þroskaheftu fólki og á ungum mönnum sem vart voru komnir af barnsaldri þegar þeir frömdu glæpi sína. Í Írak ber hann ábyrgð á dauða tuga þúsunda saklausra manna. Það sem réði úrslitum í kosningunum í Bandaríkjunum er hins vegar sú trú tugmilljóna manna að forsetinn standi vörð um stefnumál almættisins. Áhyggjur guðs af framferði okkar á jörðinni snúast að trú þessa fólks fyrst og fremst um kynferðismál og alveg sérstaklega um sambúðarform samkynhneigðra. Hinir siðprúðu guðsmenn vilja líka eiga sínar byssur og þeir eru yfirleitt ánægðastir allra með þau stríð sem Bandaríkjastjórn efnir til. Það voru ekki stefnumál forsetans sem sigruðu í kosningunum, þeim var hafnað af þeim sem tóku efnislega afstöðu til þeirra, heldur sérstakur bandarískur skilningur á stefnumálum skapara heimsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Jón Ormur Halldórsson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun
Úrslit forsetakosninganna í Bandaríkjunum þurftu ekki að koma neinum á óvart. Raunar væri það mesta furða ef þau hefðu komið einhverjum á óvart því þau voru nákvæmlega þau sömu og skoðanakannanir gáfu til kynna dagana fyrir kjördag. Einhverjar útgönguspár á kjördag sögðu annað en samanlögð viska skoðanakannana og veðbanka var sú að Bush myndi sigra. Engu að síður fór strax af stað umræða um að Bush hefði unnið óvæntan sigur og það stórsigur, og nú þyrftu menn að fara að hugsa öðru vísi um Ameríku en þeir gerðu á meðan þeir héldu að hugmyndaheimur Bush hefði lítið fylgi í landinu. Hvort tveggja er misskilningur. Sigur Bush var ekki stærri en svo að ef sjötíu þúsund kjósendur í einu ríki hefðu skipt um skoðun hefði forsetinn fallið í kosningunum. Þetta er nákvæmlega sami munur og ef sjötíu atkvæði í einu kjördæmi á Íslandi réðu því hvort ríkisstjórn héldi velli. Á landsvísu var munurinn á milli frambjóðendanna sá sami og ef þrjú þúsund atkvæði skildu flokka stjórnar og stjórnarandstöðu á Íslandi en það eru álíka mörg atkvæði og eru á bak við einn þingmann. Eins er rétt að hafa í hug að einungis 30% atkvæðisbærra manna í Bandaríkjunum sáu ástæðu til að fara á kjörstað og greiða forsetanum atkvæði sitt. Öllu stærri hópur sat heima. Fullyrðingar um að umboð Bush sé sérlega skýrt vegna þess að hann hafi fengið fleiri atkvæði en Nixon, Kennedy eða aðrir forsetar eru út í hött því kjósendum fjölgar um milljónir á hverju einasta ári. Helsta sérkenni kosninganna var að sitjandi forseta tókst að vinna þær án þess að fá fylgi við stefnu sína í þeim málum sem kosningar snúast yfirleitt um. Þeir sem töldu efnahagsmál mikilvægasta mál kosninganna kusu Kerry. Þeir sem töldu heilbrigðismál eða atvinnumál mikilvægustu kusu Kerry. Þeir sem töldu Íraksstríðið mikilvægasta mál kosninganna kusu Kerry. Það sem kom mest á óvart er að í sumum ríkjum fékk Kerry fylgi meirihuta þeirra kjósenda sem töldu stríðið gegn hryðuverkum vera stærsta mál kosninganna. Bush reyndi allt sem hann gat til að láta kosningarnar snúast um stríðið gegn hryðjuverkum sem þar vestra er rætt af tilfinningahita og yfirleitt án þess að staðreyndum sé flækt í málið. En jafnvel þeir sem mestar áhyggjur höfðu af hryðjuverkum í ríkjum eins og New York kusu Kerry. Kannanir á ástæðum þess að einstaklingar kusu Bush í kosningunum sýna svo ekki verður um villst að kjósendur í Bandaríkjunum kusu ekki Bush vegna stefnu hans í Írak eða stefnu hans í efnahagsmálum. Ekki er ástæða til að efa áreiðanleika þessara athugana því þær sýndu einnig að Bush myndi vinna kosningarnar tiltölulega naumlega eins og hann gerði. Ástæðan fyrir því að Bush vann kosningarnar var einfaldlega sú að stór hluti þeirra sem fóru á kjörstað töldu að svonefnd siðferðisgildi væru stærsta mál kosninganna. Þar eiga menn yfirleitt við hluti sem snúa að kynlífi með einum eða öðrum hætti. Stærstu kynlífsmálin að undanförnu hafa verið spurningar um hvort guð almáttugur hafi viðbjóð á samkynhneigð og hvort skaparinn telji fóstureyðingar vera morð. Stóra siðferðismálið sem snýr ekki að kynlífi er að menn fái að eiga þau vopn sem þeir kjósa. Á meðal þeirra milljónatuga sem töldu siðferðismálin mikilvægasta mál kosninganna kusu 80% Bush forseta. Í huga þeirra er hann maðurinn sem stendur vörð um siðferðislögmál skapara himins og jarðar. Sem ríkisstjóri leyfði hann aftökur á þroskaheftu fólki og á ungum mönnum sem vart voru komnir af barnsaldri þegar þeir frömdu glæpi sína. Í Írak ber hann ábyrgð á dauða tuga þúsunda saklausra manna. Það sem réði úrslitum í kosningunum í Bandaríkjunum er hins vegar sú trú tugmilljóna manna að forsetinn standi vörð um stefnumál almættisins. Áhyggjur guðs af framferði okkar á jörðinni snúast að trú þessa fólks fyrst og fremst um kynferðismál og alveg sérstaklega um sambúðarform samkynhneigðra. Hinir siðprúðu guðsmenn vilja líka eiga sínar byssur og þeir eru yfirleitt ánægðastir allra með þau stríð sem Bandaríkjastjórn efnir til. Það voru ekki stefnumál forsetans sem sigruðu í kosningunum, þeim var hafnað af þeim sem tóku efnislega afstöðu til þeirra, heldur sérstakur bandarískur skilningur á stefnumálum skapara heimsins.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun