Meiri kristni 21. febrúar 2005 00:01 Sigurður Hólm Gunnarsson, ungur maður sem ég hef talsverðar mætur á, kemur fram í sjónvarpi í gær og er orðinn varaformaður félags sem nefnist Siðmennt. Hann mótmælir því að kristnifræði sé kennd í skólum. Hefur veður af því að sumir kennarar láti börnin biðja bænir. Telur að þeir sem eru ekki kristnir geti orðið fyrir einelti - þetta gengur ekki í fjölmenningarsamfélagi segir Sigurður. Nú vill svo til að við erum á kristnu menningarsvæði. Við erum sprottin úr menningu sem hefur verið kölluð júdeo/grísk. Kristnin er samofin sögu þjóðarinnar í meira en þúsund ár - í því sambandi má hvetja menn til að lesa bókaflokk Péturs Gunnarssonar, Skáldsögu Íslands, þar sem hann rekur saman örlög þjóðarinnar og kirkjunnar með listilegum hætti. Ekki hægt að skilja menningu okkar nema að hafa þekkingu á kirkju og kristni. Einhver óljós fjölmenningarhyggja kemur ekki í staðinn fyrir það. Í raun held ég að fremur ætti að kenna meiri kristni heldur en minni - það má svo láta smá íslamstrú og búddisma fylgja með ef menn vilja. Magnús Kjartansson, einn harðasti baráttumaður kommúnista á síðustu öld, þótti frábær pistlahöfundur. Ein helsta ástæðan fyrir því var hvað Magnús var biblíufróður, hann var sífellt með biblíutilvitnanir á hraðbergi sem hann setti oft í eitrað samhengi. Samt held ég að Magnús hafi verið trúleysingi. En hann skildi menningarlegt gildi kristininnar. --- --- --- Dálítið er skrítið að fylgjast með framgöngu framsóknarmanna vegna þenslunnar á húsnæðismarkaði. Þeir eru í hálfgerðu fári yfir þessu. Í morgun er Árni Magnússon félagsmálaráðherra til dæmis í viðtali við Fréttablaðið og segist ekki hafa grunað að 90 prósenta lán Íbúðalánasjóðs gætu haft þessi áhrif. Það hafi verið ómögulegt að sjá þessa þróun mála fyrir. Samt var nú búið að skrifa um þetta fram og aftur og vara við því að þetta gæti leitt til ofþenslu. Kannski var ekki talað nógu hreinskilnislega um það í kosningabaráttunni síðustu, en það er engin leið að halda því fram að ekki hafi verið búið segja fyrir um þessa þróun. Hafa ráðherrar ekki heil ráðuneyti undir sér til að spá í svona hluti? Eins og sagt var í þættinum hjá mér í gær: Hvað vilja framsóknarmenn gera í þessu, nú þegar bæði bankar og Íbúðalánasjóður bjóða þessi miklu lán? Ætla þeir kannski að reyna að kjafta verðið niður aftur? --- --- --- Ég kveikti á sjónvarpinu seint í gærkvöldi. Þar var verið að sýna leikna breska mynd um mennina sem frömdu hryðjuverkið 11. september 2001. Þetta var ansi áhrifamikil mynd. Hún var fremur á lágværu nótunum, það var ekki verið að útmála þessa menn sem einhver skrímsli, en samt fannst mér koma skýrt fram hversu fyrirlitlegir þeir eru - ungir menn afvegaleiddir og ofstækisfullir. Þeim varð tíðrætt um niðurlægingu sem þeir hefðu orðið fyrir - hún var ein réttlætingin fyrir verkum þeirra. Hvaða niðurlæging skyldi það vera sem kallar á slíka hefndaraðgerð? Er það nokkuð annað en minnimáttarkennd gagnvart Vesturlöndum og framförunum sem þar hafa orðið meðan hinn íslamski heimur stendur í stað? Manni varð satt að segja hálf flökurt að horfa á þessa siðblindu vitleysinga. --- --- --- Fyrir nokkrum árum skrifaði ég grein þar sem ég lýsti hinni undarlegu tegund af geðvonsku sem einkennir stjórnmálavefinn Vef-Þjóðviljann. Á síðustu árum hefur vefurinn raunar verið að færast meira í áttina til menntaskólahúmors. Í gær birtist þar til dæmis grein um tóbaksbann á veitingahúsum og var þar sett fram gagnrýni á persónu sem þeir nefna Björg Siv Juhlin Friðleifsdóttir. Nokkru síðar í greininni stendur svo "Björg Siv, sem við skulum kalla Siv..." Er þetta fyndið? Ég heiti Egill Óskar Helgason. Væri einhver betur settur í rökræðu við mig ef hann færi að kalla mig Óskar? Eða væri það ekki aðallega til marks um að viðkomandi sé asni? Annars notar Vef Þjóðviljinn líka mikið orðið "svokallaður". Svokallað hitt og þetta. Það er stílbragð sem er löngu hætt að virka. "Vef-Þjóðviljinn svokallaður" - ha ha ha. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun
Sigurður Hólm Gunnarsson, ungur maður sem ég hef talsverðar mætur á, kemur fram í sjónvarpi í gær og er orðinn varaformaður félags sem nefnist Siðmennt. Hann mótmælir því að kristnifræði sé kennd í skólum. Hefur veður af því að sumir kennarar láti börnin biðja bænir. Telur að þeir sem eru ekki kristnir geti orðið fyrir einelti - þetta gengur ekki í fjölmenningarsamfélagi segir Sigurður. Nú vill svo til að við erum á kristnu menningarsvæði. Við erum sprottin úr menningu sem hefur verið kölluð júdeo/grísk. Kristnin er samofin sögu þjóðarinnar í meira en þúsund ár - í því sambandi má hvetja menn til að lesa bókaflokk Péturs Gunnarssonar, Skáldsögu Íslands, þar sem hann rekur saman örlög þjóðarinnar og kirkjunnar með listilegum hætti. Ekki hægt að skilja menningu okkar nema að hafa þekkingu á kirkju og kristni. Einhver óljós fjölmenningarhyggja kemur ekki í staðinn fyrir það. Í raun held ég að fremur ætti að kenna meiri kristni heldur en minni - það má svo láta smá íslamstrú og búddisma fylgja með ef menn vilja. Magnús Kjartansson, einn harðasti baráttumaður kommúnista á síðustu öld, þótti frábær pistlahöfundur. Ein helsta ástæðan fyrir því var hvað Magnús var biblíufróður, hann var sífellt með biblíutilvitnanir á hraðbergi sem hann setti oft í eitrað samhengi. Samt held ég að Magnús hafi verið trúleysingi. En hann skildi menningarlegt gildi kristininnar. --- --- --- Dálítið er skrítið að fylgjast með framgöngu framsóknarmanna vegna þenslunnar á húsnæðismarkaði. Þeir eru í hálfgerðu fári yfir þessu. Í morgun er Árni Magnússon félagsmálaráðherra til dæmis í viðtali við Fréttablaðið og segist ekki hafa grunað að 90 prósenta lán Íbúðalánasjóðs gætu haft þessi áhrif. Það hafi verið ómögulegt að sjá þessa þróun mála fyrir. Samt var nú búið að skrifa um þetta fram og aftur og vara við því að þetta gæti leitt til ofþenslu. Kannski var ekki talað nógu hreinskilnislega um það í kosningabaráttunni síðustu, en það er engin leið að halda því fram að ekki hafi verið búið segja fyrir um þessa þróun. Hafa ráðherrar ekki heil ráðuneyti undir sér til að spá í svona hluti? Eins og sagt var í þættinum hjá mér í gær: Hvað vilja framsóknarmenn gera í þessu, nú þegar bæði bankar og Íbúðalánasjóður bjóða þessi miklu lán? Ætla þeir kannski að reyna að kjafta verðið niður aftur? --- --- --- Ég kveikti á sjónvarpinu seint í gærkvöldi. Þar var verið að sýna leikna breska mynd um mennina sem frömdu hryðjuverkið 11. september 2001. Þetta var ansi áhrifamikil mynd. Hún var fremur á lágværu nótunum, það var ekki verið að útmála þessa menn sem einhver skrímsli, en samt fannst mér koma skýrt fram hversu fyrirlitlegir þeir eru - ungir menn afvegaleiddir og ofstækisfullir. Þeim varð tíðrætt um niðurlægingu sem þeir hefðu orðið fyrir - hún var ein réttlætingin fyrir verkum þeirra. Hvaða niðurlæging skyldi það vera sem kallar á slíka hefndaraðgerð? Er það nokkuð annað en minnimáttarkennd gagnvart Vesturlöndum og framförunum sem þar hafa orðið meðan hinn íslamski heimur stendur í stað? Manni varð satt að segja hálf flökurt að horfa á þessa siðblindu vitleysinga. --- --- --- Fyrir nokkrum árum skrifaði ég grein þar sem ég lýsti hinni undarlegu tegund af geðvonsku sem einkennir stjórnmálavefinn Vef-Þjóðviljann. Á síðustu árum hefur vefurinn raunar verið að færast meira í áttina til menntaskólahúmors. Í gær birtist þar til dæmis grein um tóbaksbann á veitingahúsum og var þar sett fram gagnrýni á persónu sem þeir nefna Björg Siv Juhlin Friðleifsdóttir. Nokkru síðar í greininni stendur svo "Björg Siv, sem við skulum kalla Siv..." Er þetta fyndið? Ég heiti Egill Óskar Helgason. Væri einhver betur settur í rökræðu við mig ef hann færi að kalla mig Óskar? Eða væri það ekki aðallega til marks um að viðkomandi sé asni? Annars notar Vef Þjóðviljinn líka mikið orðið "svokallaður". Svokallað hitt og þetta. Það er stílbragð sem er löngu hætt að virka. "Vef-Þjóðviljinn svokallaður" - ha ha ha.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun