Biljónsdagbók 6.5 4. maí 2007 17:18 OMXI15 var 7.754,73, þegar ég kom á hluthafafund í Sjálfsmínbanka, og Nasdaq sleikti 2.525,07 þegar við Hámi höfðum skipt um stjórn þremur mínútum síðar. Gosi í Follíkóla, bróðir Mallíar, er orðinn stjórnarformaður. Gúndi, Tobbi og allir hinir, ugglausu stórlaxarnir, reigsuðu út með miljarðana frá okkur. Þeir skulda þá líklega mestan part hjá Glaumi Hurðarás eða Vexista. Þetta átti að vera flottur exitt hjá þeim og gefa til kynna að þeir hugsuðu okkur þegjandi þörfina eftir að hafa orðið undir í plottinu um Sjálfsmínbanka. En Gúndi greyið varð að berja aftur á hurðina á stjórnarherberginu. Hann hafði gleymt gleraugunum sínum á borðinu. Það var aumkunarvert að hlusta á hann í dyragættinni: „Afsakið, en ég gleymdi gleraugunum mínum." Ég naut þess að sjá hann svona pa þetikk að fálma eftir gleraugunum. Mér leið eins og fólki líður sem er búið að eignast sinn eigin banka og getur farið að skulda sjálfu sér. Pabbi leit inn síðdegis. Ótrúlegt hvað pabbi er alltaf illa til fara. Þó að karlinn sé 79 ára og þau mamma hafi ekkert til að lifa af nema lífeyrissjóði og ellistyrki er óþarfi að ganga um Fjölnisveginn eins og persóna úr Myrkrahöfðingjanum eftir Krumma Gunnlaugs. Það fer í taugarnar á Mallí að láta nágrannana halda að við tengjumst svona fólki. Ég ætla að biðja pabba að koma næst inn bakdyramegin. Pabbi var stjörnuvitlaus, nötraði frá skalla ofan í skóbætur eins og þegar hann var snuðaður um 5% afslátt í Bónus. Hann sagði að við værum orðnir geggjaðir. Hann og mamma væru miður sín að eiga „þennan son" (hérna átti hann greinilega við mig). Hvernig við gætum horft framan í þjóðina eftir að hafa rekið einhvern maraþonforstjóra heim til sín með 900 miljónir í vegarnesti! Þetta væri eins og hlandgusa framan í fólk, fólk eins og hann og mömmu sem hefði tekist að vinna sér inn með yfirtíð og stanslausri þrælkun samtals 140 miljónir brúttó á núvirði á fimmtíu árum og sætu núna uppi með ekki neitt. Ég hélt að hann ætlaði að fá hjartaáfall. Almenningur - eins og pabbi og mamma - vill ekki skilja hvað er fólginn mikill hvati í því fyrir menn að fá í hendur mikla peninga, hvati sem knýr menn til framkvæmda og arðbærra verka sem eru til framfara fyrir alla og öll þjóðin nýtur góðs af. Ég reyndi að útskýra þetta fyrir pabba. En hann sagði mér bara að „skammast mín" og strunsaði út. Honum lá svo mikið á að hann gleymdi gamla frakkanum sínum. Mallí fór með frakkann út í ruslatunnu þegar orðið var dimmt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Hérna eru aukalega 6000 íbúðir. Veskú Ævar Rafn Hafþórsson Skoðun Staðreyndir um jafnlaunavottun Bryndís Elfa Valdemarsdóttir ,Jón Fannar Kolbeinsson Skoðun Börnum fórnað fyrir bætt kjör Guðný Hrafnkelsdóttir Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson Skoðun Fastur heimilislæknir sem þekkir þig Kristrún Frostadóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson Skoðun
OMXI15 var 7.754,73, þegar ég kom á hluthafafund í Sjálfsmínbanka, og Nasdaq sleikti 2.525,07 þegar við Hámi höfðum skipt um stjórn þremur mínútum síðar. Gosi í Follíkóla, bróðir Mallíar, er orðinn stjórnarformaður. Gúndi, Tobbi og allir hinir, ugglausu stórlaxarnir, reigsuðu út með miljarðana frá okkur. Þeir skulda þá líklega mestan part hjá Glaumi Hurðarás eða Vexista. Þetta átti að vera flottur exitt hjá þeim og gefa til kynna að þeir hugsuðu okkur þegjandi þörfina eftir að hafa orðið undir í plottinu um Sjálfsmínbanka. En Gúndi greyið varð að berja aftur á hurðina á stjórnarherberginu. Hann hafði gleymt gleraugunum sínum á borðinu. Það var aumkunarvert að hlusta á hann í dyragættinni: „Afsakið, en ég gleymdi gleraugunum mínum." Ég naut þess að sjá hann svona pa þetikk að fálma eftir gleraugunum. Mér leið eins og fólki líður sem er búið að eignast sinn eigin banka og getur farið að skulda sjálfu sér. Pabbi leit inn síðdegis. Ótrúlegt hvað pabbi er alltaf illa til fara. Þó að karlinn sé 79 ára og þau mamma hafi ekkert til að lifa af nema lífeyrissjóði og ellistyrki er óþarfi að ganga um Fjölnisveginn eins og persóna úr Myrkrahöfðingjanum eftir Krumma Gunnlaugs. Það fer í taugarnar á Mallí að láta nágrannana halda að við tengjumst svona fólki. Ég ætla að biðja pabba að koma næst inn bakdyramegin. Pabbi var stjörnuvitlaus, nötraði frá skalla ofan í skóbætur eins og þegar hann var snuðaður um 5% afslátt í Bónus. Hann sagði að við værum orðnir geggjaðir. Hann og mamma væru miður sín að eiga „þennan son" (hérna átti hann greinilega við mig). Hvernig við gætum horft framan í þjóðina eftir að hafa rekið einhvern maraþonforstjóra heim til sín með 900 miljónir í vegarnesti! Þetta væri eins og hlandgusa framan í fólk, fólk eins og hann og mömmu sem hefði tekist að vinna sér inn með yfirtíð og stanslausri þrælkun samtals 140 miljónir brúttó á núvirði á fimmtíu árum og sætu núna uppi með ekki neitt. Ég hélt að hann ætlaði að fá hjartaáfall. Almenningur - eins og pabbi og mamma - vill ekki skilja hvað er fólginn mikill hvati í því fyrir menn að fá í hendur mikla peninga, hvati sem knýr menn til framkvæmda og arðbærra verka sem eru til framfara fyrir alla og öll þjóðin nýtur góðs af. Ég reyndi að útskýra þetta fyrir pabba. En hann sagði mér bara að „skammast mín" og strunsaði út. Honum lá svo mikið á að hann gleymdi gamla frakkanum sínum. Mallí fór með frakkann út í ruslatunnu þegar orðið var dimmt.
Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun
Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun