Viðskipti erlent

Heimsins stærstu fasteignaviðskipti

Háhýsi við Madison Avenue í New York.
Háhýsi við Madison Avenue í New York.

Ashkenazy Acquisition og Carlyle Group tilkynntu í vikunni um stærstu fasteignaviðskipti í heimi þegar fyrirtækin tóku yfir háhýsi í New York. Skrifstofu- og verslunarturninn á Madison breiðstræti númer 650 er rúmlega 55.700 fermetrar. Turninn keyptu fyrirtækin af Hiro fasteignamiðluninni fyrir litlar 680 milljónir dollara sem samsvara rúmlega 50 milljörðum íslenskra króna.

Eignin er vel staðsett á besta stað á Manhattan milli 59. og 60. strætis á Madison Avenue. Hún er beint á móti GM byggingunni í hjarta Plaza hluta borgarinnar. Hún með útsýni yfir Central Park og í næsta nágrenni við Barney´s. Í húsinu er meðal annars aðalverslun Crate and Barrel í New York, höfuðstöðvar Polo Ralph Lauren auk fjölmargra mikilsmetinna fyrirtækja.

Michael Alpert forseti Ashkenazy Acquisition sagði að samningurinn undirstrikaði stöðu þeirra sem stærsta verslunar- og skrifstofu leigumiðlara á Madison Avenue. „Eignin er staðsett á miðpunknti eftirsóttasta skrifstofu- og verslunarsvæði borgarinnar. Turninn er leigður af fáguðum leigjendum og við tökum kaupunum opnum örmum" sagði hann í viðtali við Business Wire.

„Við erum afar glöð fyir því að á sama tíma og óstöðugleiki einkennir efnahag , og samningar hafa ekki alltaf náðst auðveldlega, tókst okkur á áhrifaríkan hátt að fjármagna kaupin á hagkvæman hátt," sagði hann.

Ashkenazy Acquisition á eignir víða um Bandaríkin, þar á meðal Union Station í Washington og Barney´s í New York, Beverly Hills og Chicago.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×