Viðskipti erlent

Færeyjarbanki hækkar vexti

Frá Færeyjum.
Frá Færeyjum.

Færeyjarbanki hefur hækkað vexti sína um 0,15-0,74 prósentustig. Lægstu vextir á húsnæðislánum hækka úr 6,10 prósent í 6,25 prósent. Á vefsíðu færeyska fréttamiðilsins Dimmaletting kemur fram að hækkunin tengist lánsfjárkreppu á alþjóðamarkaði.

Á vefsíðu bankans segir að hún hafi orðið til þess að bankinn ákvað að hækka vexti. Óróinn á alþjóðamarkaði hafi einnig orðið til þess að Eik banki hækkaði vexti.

Vextir af bílalánum hækka um 0,5 prósent en aðrar útlánsprósentur hækka um 0,75 prósent.

Innlánsvextir hækka um 0,25-0,75 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×