Viðskipti erlent

Hækkandi matvælaverð gæti orsakað hungurmorð

Afganskur maður heldur á hrísgrjónapoka.
Afganskur maður heldur á hrísgrjónapoka. MYND/AFP

Mörg hundruð þúsund manns verða hungurmorða víða um heim haldi matvælaverð áfram að hækka. Þetta sagði Dominique Strauss-Khan, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á vorfundi sjóðsins og Alþjóðabankans í Washington í morgun.

Óeirðir hafa blossað upp síðustu vikur á Haítí, í Egyptalandi og á Filippseyjum vegna hækkandi matvælaverðs. Það má meðal annars rekja til uppskerubrests vegna flóða og þurrka og aukinnar landnýtingar til ræktunar korns sem notað er í lífrænt eldsneyti. Strauss-Kahn óttast að átök eigi eftir að blossa upp víðar og jafnvel þróast út í baráttu milli þjóðfélagshópa og þjóða verði ekkert að gert.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×