Handbolti

Pólverjar á EM

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Bogdan Wenta, landsliðsþjálfari Póllands.
Bogdan Wenta, landsliðsþjálfari Póllands. Nordic Photos / AFP
Pólland tryggði sér í dag sæti á EM í handbolta eftir öruggan sigur á Rúmeníu á heimavelli í dag, 34-22.

Staðan í hálfleik var 17-8, Pólverjum í vil. Þetta er í fjórða sinn í röð sem Pólland tryggir sér þátttökurétt í úrslitakeppni Evrópumeistaramótsins.

Svíar voru búnir að tryggja sér sigur í 1. riðli en Pólverjar náðu öðru sætinu með sigrinum í dag.

Pólverjar urðu fjórtánda þjóðin til að tryggja sig inn á EM í Austurríki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×