Handbolti

Árni, Kári, Stefán og Freyr verða eftir

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Kári Kristján er einn fjögurra sem verða eftir heima.
Kári Kristján er einn fjögurra sem verða eftir heima. Fréttablaðið/Anton
Þeir Árni Þór Sigtryggsson (Akureyri), Stefán Baldvin Stefánsson (Fram), Kári Kristján Kristjánsson og Freyr Brynjarsson (báðir úr Haukum) verða skildir eftir heima en verða til taks fyrir íslenska handboltalandsliðið.

Ísland mætir Belgíu í undankeppni HM ytra á miðvikudaginn. Fjórmenningarnir voru í æfingahópi Guðmundar Guðmundssonar en ferðast ekki út.

Hópurinn gegn Belgíu lítur því svona út:

Markverðir:

Björgvin Páll Gústavsson, Bittenfeld

Hreiðar Levý Guðmundsson, Sävehof

Aðrir leikmenn:

Vignir Svavarsson, Lemgo

Andri Stefan, Haukum

Guðjón Valur Siguðrsson, Rhein-Neckar Löwen

Snorri Steinn Guðjónsson, GOG

Heiðmar Felixsson, Hannover-Burgdorf

Alexander Petersson, Flensburg

Sverre Jakobsson, HK

Róbert Gunnarsson, Gummersbach

Ingimundur Ingimundarson, Minden

Þórir Ólafsson, Lübbecke

Ragnar Óskarsson, Dunkerque

Aron Pálmarsson, FH

Rúnar Kárason, Fram

Sigurbergur Sveinsson, Haukum

Fannar Friðgeirsson, Val

Leikir Íslands í undankeppni EM 2010 í júní:

10. júní, 18.30: Belgía - Ísland

14. júní, 16.00: Ísland - Noregur

17. júní, 17.00: Ísland - Makedónía

21. júní, 15.00: Eistland - Ísland




Fleiri fréttir

Sjá meira


×