Handbolti

Níu marka tap í Frakklandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Júlíus Jónasson landsliðsþjálfari.
Júlíus Jónasson landsliðsþjálfari. Mynd/Anton

Ísland tapaði fyrir Frakklandi ytra, 32-23, í undankeppni EM 2010 í handbolta. Þetta var fyrsti leikur Íslands í riðlinum en hann fór fram í Besancon.

Ísland er einnig með Bretlandi og Austurríki í riðli og mætir síðarnefndu þjóðinni í næsta leik en hann fer fram Vodafone-höllinni á sunnudaginn.

Frakkar byrjuðu mun betur í leiknum og komust í 7-1 forystu. Ísland náði þó að svara fyrir sig og minnkaði muninn í 10-8. Staðan í hálfleik var 16-12 en um miðbik síðari hálfleiks stungu Frakkarnir af og tryggðu sér níu marka sigur.

Hrafnhildur Skúladóttir skoraði sex mörk fyrir Ísland í kvöld og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir fjögur. Karen Knútsdóttir og Hanna Guðrún Stefánsdóttir skoruðu þrjú hvor.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×