Handbolti

Dagur: Óneitanlega skrýtið að mæta Íslendingum

Ómar Þorgeirsson skrifar
Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Austurríkis.
Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Austurríkis. Mynd/HAGENpress

Fyrrum landsliðsfyrirliðinn Dagur Sigurðsson verður í þeirri sérstöku aðstöðu á lokakeppni EM í handbolta í janúar á næsta ári að stýra landsliði Austurríkis gegn Íslandi en bæði lið drógust í b-riðil mótsins í dag.

„Ég er svona rétt að melta þetta. Þetta er náttúrulega fáranlegt að þetta hafi gerst. Þetta er auðvitað mjög skemmtilegt og óneitanlega skrýtið fyrir mig að mæta löndum mínum og mörgum af mínum bestu vinum eins og Óla Stef og Óskari Bjarna.

En handboltalega er það ekkert sérstaklega gott fyrir Austurríki að mæta Íslandi. Í staðinn fyrir Ísland hefði ég frekar viljað fá Spánverja og í staðinn fyrir Serbíu hefði ég viljað fá Úkraínu en það þýðir ekkert að væla yfir þessu. Það verður á brattan að sækja hjá okkur en það var vitað," segir Dagur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×