Handbolti

Naumt tap í úrslitaleiknum hjá stelpunum hans Þóris

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Linn-Kristin Riegelhuth var í úrvalsliði mótsins.
Linn-Kristin Riegelhuth var í úrvalsliði mótsins. Mynd/AFP

Norska kvennalandsliðið tapaði 27-28 fyrir Rúmeníu í úrslitaleik Heimsbikarsins í gær en þetta var fyrsta tap liðsins síðan að Íslendingurinn Þórir Hergeirsson tók við liðinu í sumar. Rúmenía byrjaði leikinn mjög vel og var sex mörkum yfir í hálfleik en gat þakkað fyrir sigurinn í lokin.

Það vakti athygli að á sama tíma og rúmenska liðið spilað á sínum besta liði allan tímann þá var Þórir að prófa sig áfram með sitt lið og margir reynslulitlir leikmenn fengu að spreyta sig. Þórir leggur allt kapp á að undirbúa liðið sem best fyrir HM í Kína og leggur upp með að hafa mikla breidd í liðinu fyrir langt og strangt mót.

Markskor norska liðsins dreifðist líka á marga leikmenn. Tine Stange og Heidi Løke skoruðu báðar fjögur mörk og síðan komu þær Camilla Herrem, Anja Edin og Linn-Kristin Riegelhuth allar með þrjú mörk.

Norska liðið átti þrjá leikmenn í úrvalsliði mótsins, hægri hornamanninn Linn-Kristin Riegelhuth, hægri skyttuna Linn Jørum Sulland og markvörðinn Katrine Lunde Haraldsen. Besti leikmaður mótsins var valin Cristina Neagu, vinstri skytta Rúmena






Fleiri fréttir

Sjá meira


×