Handbolti

Norsku stelpurnar unnu fyrsta leikinn undir stjórn Þóris

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þórir Hergeirsson og Marit Breivik.
Þórir Hergeirsson og Marit Breivik. Mynd/AFP

Þórir Hergeirsson byrjar vel með norska kvennalandsliðið í handbolta sem vann 33-26 sigur á Króatíu í fyrsta leiknum undir hans stjórn. Leikurinn fór fram í Porec í Króatíu og þjóðirnar mætast í öðrum æfingaleik á sunnudaginn.

„Það er alltaf gott að vinna og það var margt jákvætt í okkar leik. Ég var mjög ánægður með fyrirliðann Kristine Lunde," sagði Þórir við NTB en norska liðið var án margra lykilmanna í þessum leik.

Kari Aalvik Grimsbø, Tonje Larsen, Linn Jørum Sulland, Camilla Herrem, Gøril Snorroeggen, Gro Hammerseng, Katja Nyberg og Isabel Blanco hafa allar verið fastamenn í hópnum undanfarin ár en voru ekki með að þessu sinni.

„Ég var líka mjög sáttur með varnarleikinn og báðir markverðirnir, Kathrine Lunde Haraldsen og Terese Pedersen, stóðu sig vel í sitthvorum hálfleiknum," sagði Þórir sem tók við stöðu Marit Breivik sem stjórnaði norska kvennalandsliðinu í 418 leikjum frá 1994 til 2009.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×