Körfubolti

Bandaríkin í riðil með Írönum á HM í körfubolta

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
LeBron James og félagar í bandaríska landsliðinu unnu gull á síðustu Ólympíuleikum.
LeBron James og félagar í bandaríska landsliðinu unnu gull á síðustu Ólympíuleikum. Mynd/AFP
Bandaríska körfuboltalandsliðið verður í riðli með Írönum á HM í Tyrklandi á næsta ári en dregið var í riðla í kvöld. Eins og flestir vita er sambandið á milli þjóðanna ekki upp á það besta þessa daganna.

HM í Tyrklandi fer fram í borgunum Ankara, Kayseri, Istanbul og Izmir frá 28. ágúst til 12. september á næsta ári.

Bandaríkin er í riðli með Króatíu, Brasilíu, Túnis og Slóveníu auk Írana. 24 liðum var skipt niður í fjóra sex liða riðla.

Grikkir eru í riðli með heimamönnum í Tyrklandi en í þeim riðli eru einnig Kína, Rússland, Púerto Ríkó og Fílabeinsströndin en þetta er af flestum talinn vera erfiðasti riðillinn á mótinu.

Í hinum tveimur riðlinum eru Argentínumenn í riðli með Serbíu, Ástralíu, Jórdaníu, Þýskalandi og Angóla en heimsmeistarar Spánverja drógust í riðil með Litháen, Líbanon, Frakklandi, Kanada og Nýja-Sjálandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×