Bað um að fara frá Keflavík Valur Orri Valsson ákvað að rifta samningi sínum við Keflavík og mun því ekki leika með liðinu það eftir lifir tímabils í Bónus deild karla í körfubolta. Körfubolti 19.1.2026 14:56
Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Dregið var í undanúrslit VÍS-bikars karla og kvenna í körfubolta í hádeginu og ljóst að framundan eru risaleikir. Körfubolti 19.1.2026 12:34
Justin James aftur á Álftanesið Körfuboltamaðurinn Justin James er genginn í raðir Álftaness á nýjan leik. Hann lék með liðinu seinni hluta síðasta tímabils. Körfubolti 18.1.2026 16:16
Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Njarðvík teflir fram nýjum, bandarískum leikmanni í fallslagnum mikla við ÍA í Bónus-deildinni í körfubolta. ÍA getur með sigri náð Njarðvík að stigum. Körfubolti 16. janúar 2026 21:30
Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Grindavík sigraði Álftanes 83-78 í 14. umferð Bónus deildarinnar í kvöld. Allt var í járnum en Grindvíkingum tókst að sigla sigrinum heim á lokamínútum leiksins. Körfubolti 16. janúar 2026 18:45
Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfuboltastjarnan Antonio Blakeney er einn tuttugu sakborninga sem ákærðir eru í umfangsmiklu veðmálasvindli sem sagt er hafa falið í sér að hagræða úrslitum í leikjum í bandaríska háskólaboltanum og í kínversku körfuboltadeildinni (CBA) á árunum 2022 til 2025. Körfubolti 16. janúar 2026 07:00
„Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Hilmar Smári Henningsson lék sinn fyrsta deildarleik fyrir Stjörnuna í kvöld eftir heimkomuna frá Litáen. Hann segist vera að lenda á hlaupum en aðlögunin gangi hratt og vel fyrir sig. Körfubolti 15. janúar 2026 22:07
„Hættum að spila okkar leik“ Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, var eðlilega svekktur eftir þriggja stiga tap liðsins gegn KR í framlengdum leik í Bónus-deild karla í körfubolta í kvöld. Körfubolti 15. janúar 2026 22:03
Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn KR vann hádramatískan þriggja sigur í framlengdum leik gegn Þór Þorlákshöfn í Bónus-deild karla í körfubolta í kvöld, 123-126. Körfubolti 15. janúar 2026 21:45
„Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ „Mér leið vel í framlengingunni. Fyrir utan það leið mér ekkert sérstaklega vel,“ sagði Jakob Örn Sigurðarson, þjálfari KR, eftir dramatískan þriggja stiga sigur liðsins gegn Þór Þorlákshöfn í Bónus-deild karla í körfubolta í kvöld. Körfubolti 15. janúar 2026 21:37
Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Bragi Guðmundsson var einn af þeim leikmönnum sem sá til þess að Ármann lagði Valsmenn í 14. umferð Bónus deildar karla í kvöld. Bragi endaði leikinn með 20 stig og 21 framlagsstig í 94-77 sigri Ármanns. Körfubolti 15. janúar 2026 21:29
Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Botnlið Ármanns vann ríkjandi bikarmeistara Vals með fantagóðri frammistöðu í Laugardalshöllinni í kvöld. Valsliðið var ekki heilt en Ármann nýtti það til góðra verka ásamt því að Valsmenn náðu engum takti. Lokatölur 93-77 og Ármenningar kampakátir. Körfubolti 15. janúar 2026 21:00
Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Keflvíkingar heimsóttu Garðabæinn í kvöld og mættu þar heimamönnum í Stjörnunni sem höfðu unnið fimm leiki í röð fyrir viðureign kvöldsins. Körfubolti 15. janúar 2026 18:32
Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Tindastóll vann 101-90 gegn ÍR í 14. umferð Bónus deildar karla í körfubolta. Dedrick Basile fór mestan fyrir heimamenn á Sauðárkróki en hann stimplaði þrefalda tvenna á tölfræðiblaðið í þessum örugga sigri. Körfubolti 15. janúar 2026 18:32
Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfuknattleikssamband Íslands fær meira en hálfa milljón króna vegna sekta sem aga- og úrskurðarnefnd sambandsins hefur nú tilkynnt um að hafi verið útdeilt. Hæstu sektina fá Grindvíkingar og þjálfari Sindra á Hornafirði hefur verið sektaður um samtals 90.000 krónur. Körfubolti 15. janúar 2026 14:30
„Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Íslandsmeistarar Stjörnunnar fengu svakalegan liðsstyrk á dögunum þegar liðið endurheimti Hilmar Smára Henningsson úr atvinnumennsku. það kallaði á umræðu í Körfuboltakvöldi. Körfubolti 15. janúar 2026 09:31
Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Grindavík tekur á móti Njarðvík í slag tveggja af efstu liðum Bónus-deildar kvenna í körfubolta og má búast við hörkuleik. Körfubolti 14. janúar 2026 21:30
Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Haukar sóttu sigur til Þorlákshafnar þegar liðið vann 88-85 gegn Hamar/Þór í æsispennandi leik 14. umferð Bónus deildar kvenna. Körfubolti 14. janúar 2026 21:10
Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Íslenski landsliðsmaðurinn í körfubolta, Tryggvi Snær Hlinason, lét til sín taka er lið hans Bilbao Basket lagði PAOK að velli í Evrópubikarnum í kvöld. Lokatölur 95-73 Bilbao í vil. Körfubolti 13. janúar 2026 22:32
Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Stjarnan og Valur unnu leiki sína í Bónus deild kvenna í körfubolta í kvöld. Körfubolti 13. janúar 2026 22:08
Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín KR hefndi ófaranna gegn Tindastól um síðastliðna helgi í VÍS-bikarnum í körfubolta með því að leggja þær Skagfirsku að velli í Bónus deildinni í kvöld. Lokatölur 82-64 sigur KR. Körfubolti 13. janúar 2026 21:48
Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ James Harden er orðinn níundi stigahæsti leikmaður í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta. Hann tók fram úr Shaquille O'Neal í nótt. Körfubolti 13. janúar 2026 17:16
Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Áfram halda Extra-leikarnir og að þessu sinni reyndu þeir Andri Már Eggertsson og Tómas Steindórsson fyrir sér í fimleikum. Körfubolti 13. janúar 2026 12:00
„Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Remy Martin sneri aftur á körfuboltavöllinn í gærkvöldi eftir tæplega tveggja ára baráttu við meiðsli. Hann lýsir síðustu misserum sem ljúfsárum tíma í sínu lífi. Körfubolti 13. janúar 2026 09:33