Handbolti

Arnór með þrettán mörk í eins marks sigri á FH

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arnór Þór Gunnarsson var í miklu stuði hjá Valsmönnum á móti FH.
Arnór Þór Gunnarsson var í miklu stuði hjá Valsmönnum á móti FH. Mynd/Valli

Hafnarfjarðarmótið í handknattleik, æfingamót sterkustu karlaliða landsins, hófst í kvöld með tveimur leikjum þar sem Valur vann 27-26 sigur á FH og Haukar unnu Akureyri 27-24.

Arnór Þór Gunnarsson var í miklu stuði hjá Valsmönnum á móti FH og skoraði þrettán mörk í eins marks sigri en Elvar Frirðiksson kom honum næstur með fimm mörk. Unglingalandsliðsmennirnir Ólafur Guðmundsson og Örn Ingi Bjarkason skoruðu mest fyrir FH eða fjögur mörk hvor.

Björgvin Hólmgeirsson byrjar vel með sínu nýja liði því hann skoraði 6 mörk fyrir Hauka og varð markahæstur í þriggja marka sigri á Akureyri. Pétur Pálsson, Elías Már Halldórsson og Þórður Rafn Guðmundsson skoruðu síðan allir 4 mörk. Oddur Grétarsson var markahæstur Akureyringa með 6 mörk en hann var einnig í 19 ára landsliðinu með Ólafi og Erni.

Hafnarfjarðarmótið heldur áfram í Strangötunni á morgun en þá leika Haukar-Valur klukkan 18.00 og strax á eftir hefst leikur FH-Akureyri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×