Handbolti

Stelpurnar hans Þóris: Naumur sigur í síðasta leik fyrir HM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Norska landsliðskonan Linn Jorum Sulland.
Norska landsliðskonan Linn Jorum Sulland. Mynd/AFP
Norska kvennalandsliðið vann 25-24 sigur á Brasilíu í æfingaleik í Kína í dag en þetta var síðasti æfingaleikur liðsins fyrir HM í Kína sem hefst með leik við Japana á laugardaginn. Þetta er fyrsta stórmót norska gull-liðsins síðan að Íslendingurinn Þórir Hergeirsson tók við liðinu af Marit Breivik í sumar.

Leikurinn markaði líka þáttaskil í lokaundirbúningi liðsins fyrir HM því fram að því höfðu stelpurnar eytt fyrstu dögunum sínum í Kína í göngu- og verslunarferðir á meðan þær voru að venjast tímamismuninum.

Þær Linn-Kristin U. Riegelhuth, Anja Edin og Camilla Herrem voru markahæstu leikmenn liðsins í leiknum en þær skoruðu allar fjögur mörk. Leikurinn var óvenjulegur að því leyti að hann var þrír hálfleikir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×