Handbolti

Rússar heimsmeistarar þriðja skiptið í röð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rússar fagna sigrinum í dag.
Rússar fagna sigrinum í dag. Nordic Photos / AFP

Rússar urðu í dag heimsmeistarar í handknattleik kvenna eftir sigur á Frökkum í úrslitaleik, 25-22. Staðan í hálfleik var 14-11, Rússum í vil.

Þetta var í fjórða sinn sem Rússar verða heimsmeistarar og þriðja skiptið í röð. Yelena Dmitiyeva skoraði átta mörk fyrir Rússa í leiknum og Mariama Signate sömuleiðis átta fyrir Frakka.

Fyrr í dag unnu Norðmenn lið Spánverja í leik um þriðja sætið. Þórir Hergeirsson er landsliðsþjálfari Noregs.

Rúmenar urðu í áttunda sæti á mótinu en Florentina Stanciu, markvörður Stjörnunnar, leikur með rúmenska landsliðinu.

Eftir úrslitaleikinn var Liudmila Postnova útnefnd besti leikmaður keppninnar. Úrvalslið mótsins er annars þannig skipað:

Markvörður: Inna Suslina, Rússlandi

Hægra horn: Linn-Kristin Riegelhuth, Noregi

Hægri skytta: Marta Mangue, Spáni

Leikstjórnandi: Alison Pineau, Frakklandi

Vinstri skytta: Mariama Signate, Frakklandi

Vintra horn: Camilla Herrem, Noregi

Lína: Begona Fernandez, Spáni






Fleiri fréttir

Sjá meira


×