Handbolti

Stelpurnar hans Þóris: Byrjuðu HM í Kína á stórsigri á Japan

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Camilla Herrem skoraði 7 mörk úr aðeins 9 skotum í dag.
Camilla Herrem skoraði 7 mörk úr aðeins 9 skotum í dag. Mynd/AFP

Norska kvennalandsliðið vann auðveldan fimmtán marka sigur á Japan, 34-19, í fyrsta leik sínum á HM í kvennahandbolta sem hófst í Kína í dag. Þetta er fyrsta stórmót norska gull-liðsins síðan að Íslendingurinn Þórir Hergeirsson tók við liðinu af Marit Breivik.

Norska liðið var komið sex mörkum yfir í hálfleik, 15-9, en skoraði sjö fyrstu mörk seinni hálfleik, komst í 22-9 og stakk japanska liðið af. Norska liðið skoraði alls 17 hraðaupphlaupsmörk í leiknum.

Camilla Herrem og Linn Kristin Riegelhuth voru markahæstar í norska liðinu með 7 mörk hvor og þær Ida Alstad og Kari Mette Johansen bættu síðan fjórum mörkum við hvor.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×