Handbolti

Kasi-Jesper vill láta AG spila á Parken

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jesper Nielsen, eigandi AG Kaupmannahafnar.
Jesper Nielsen, eigandi AG Kaupmannahafnar.
Jesper Nielsen, eigandi AG Kaupmannahafnar, vill láta liðið spila úrslitaleikinn í dönsku úrvalsdeildinni fyrir framan 45 þúsund áhorfendur á Parken komist liðið í leikinn.

Á dögunum voru um þrettán þúsund manns á leik með AG í deildinni þegar liðið spilaði fyrir fullu húsi í Herning á Jótlandi.

En nú vill hann bæta um betur og í samtali við TV2 í Danmörku segir hann að þetta sé ein af þeim hugmyndum sem hann vill koma í framkvæmd.

Parken er stærsti knattspyrnuleikvangur Danmerkur og var byggður á árunum 1990 til 1992.

AG er sem stendur á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar og er enn ósigrað eftir tólf leiki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×