Uppá palli, inní tjaldi?... Steinunn Stefánsdóttir skrifar 31. júlí 2010 10:15 Verslunarmannahelgin er nú gengin í garð með þeim ferðalögum og skemmtanahaldi sem þessari helgi heyra til, helginni þegar þorri þjóðarinnar á sameiginlegt þriggja daga frí sem er kærkomið þegar farið er að síga á seinni hluta sumars. Veðurhorfur eru góðar um allt land í ár. Útlit er því fyrir að bæði ferðafólk og þeir sem heima sitja muni geta átt góða daga fram á mánudag. Tvennt er það sem alltaf vekur nokkurn kvíða þegar þessi ferða- og skemmtihelgi nálgast. Annars vegar gangur mála í umferðinni og hins vegar áfengis- og vímuefnaneysla á hátíðum og óskemmtilegir og stundum óhugnanlegir fylgifiskar hennar. Sjaldan eru fleiri á ferðinni á vegum landsins en um verslunarmannahelgi. Bílstjórar þurfa því að sýna ýtrustu varkárni og þolinmæði. Lögreglan hefur mikinn viðbúnað og er með stóraukið eftirlit á vegum. Reynslan hefur sýnt að þessi viðbúnaður skilar sér í greiðari og farsælli umferð. Svo verður vonandi að þessu sinni. Þar sem fjöldi manna kemur saman eins og gerist víða núna um helgina geta auðveldlega orðið óhöpp og núningur komið upp. Þegar við bætist að margir eru undir áhrifum sýnir reynslan að það er eins og olía á eld. Því miður koma alltaf upp ofbeldismál í tengslum við hátíðir um verslunarmannahelgar sem þó eiga að vera, og eru þegar allt gengur vel, skemmtun. Á sama hátt og lögreglan hefur aukinn viðbúnað í umferðinni er styrkur hennar aukinn þar sem hátíðir standa. Ljóst er þó að það dugar ekki til. Þeir sem standa fyrir hátíðum þurfa einnig að gæta þess að sinna gæslu. Öryggisgæsla verður að vera veruleg þar sem saman eru komnar þúsundir við þær í raun furðulegu aðstæður að áfengisneysla er viðurkennt athæfi allan sólarhringinn. Ofbeldi og nauðganir hafa því miður verið hvimleiður fylgifiskur hátíðahalda um verslunarmannahelgi og er þá undantekningarlítið tengt áfengisneyslu. Það er leitt að svo virðist sem erfitt sé að halda slíkar hátíðir án þess að beitt sé ofbeldi. Þegar er orðið ljóst að helgin verður ekki líkamsárásalaus því strax í gærkvöld komu fréttir af líkamsárásum í Vestmannaeyjum. Furðulegt verður þó að telja að lögreglan kvað hátíðahöld hafa gengið vel. Það kann að vera að einhverjum finnist nokkrar "léttar" líkamsárásir ásættanlegar og að hátíðahöld geti talist ganga vel ef enginn hlýtur óbætanlegan skaða af völdum ofbeldis, líkamlegs eða kynferðislegs. En getur ein líkamsárás, létt eða þung, verið ásættanleg? Að ekki sé talað um nauðgun! Svarið er vitanlega, nei. Það á aldrei að fallast á ofbeldi sem nauðsynlegan fórnarkostnað við samkomuhald eins og um verslunarmannahelgi. Vonandi rís sá dagur að hægt verði að ná samkomulagi um það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun
Verslunarmannahelgin er nú gengin í garð með þeim ferðalögum og skemmtanahaldi sem þessari helgi heyra til, helginni þegar þorri þjóðarinnar á sameiginlegt þriggja daga frí sem er kærkomið þegar farið er að síga á seinni hluta sumars. Veðurhorfur eru góðar um allt land í ár. Útlit er því fyrir að bæði ferðafólk og þeir sem heima sitja muni geta átt góða daga fram á mánudag. Tvennt er það sem alltaf vekur nokkurn kvíða þegar þessi ferða- og skemmtihelgi nálgast. Annars vegar gangur mála í umferðinni og hins vegar áfengis- og vímuefnaneysla á hátíðum og óskemmtilegir og stundum óhugnanlegir fylgifiskar hennar. Sjaldan eru fleiri á ferðinni á vegum landsins en um verslunarmannahelgi. Bílstjórar þurfa því að sýna ýtrustu varkárni og þolinmæði. Lögreglan hefur mikinn viðbúnað og er með stóraukið eftirlit á vegum. Reynslan hefur sýnt að þessi viðbúnaður skilar sér í greiðari og farsælli umferð. Svo verður vonandi að þessu sinni. Þar sem fjöldi manna kemur saman eins og gerist víða núna um helgina geta auðveldlega orðið óhöpp og núningur komið upp. Þegar við bætist að margir eru undir áhrifum sýnir reynslan að það er eins og olía á eld. Því miður koma alltaf upp ofbeldismál í tengslum við hátíðir um verslunarmannahelgar sem þó eiga að vera, og eru þegar allt gengur vel, skemmtun. Á sama hátt og lögreglan hefur aukinn viðbúnað í umferðinni er styrkur hennar aukinn þar sem hátíðir standa. Ljóst er þó að það dugar ekki til. Þeir sem standa fyrir hátíðum þurfa einnig að gæta þess að sinna gæslu. Öryggisgæsla verður að vera veruleg þar sem saman eru komnar þúsundir við þær í raun furðulegu aðstæður að áfengisneysla er viðurkennt athæfi allan sólarhringinn. Ofbeldi og nauðganir hafa því miður verið hvimleiður fylgifiskur hátíðahalda um verslunarmannahelgi og er þá undantekningarlítið tengt áfengisneyslu. Það er leitt að svo virðist sem erfitt sé að halda slíkar hátíðir án þess að beitt sé ofbeldi. Þegar er orðið ljóst að helgin verður ekki líkamsárásalaus því strax í gærkvöld komu fréttir af líkamsárásum í Vestmannaeyjum. Furðulegt verður þó að telja að lögreglan kvað hátíðahöld hafa gengið vel. Það kann að vera að einhverjum finnist nokkrar "léttar" líkamsárásir ásættanlegar og að hátíðahöld geti talist ganga vel ef enginn hlýtur óbætanlegan skaða af völdum ofbeldis, líkamlegs eða kynferðislegs. En getur ein líkamsárás, létt eða þung, verið ásættanleg? Að ekki sé talað um nauðgun! Svarið er vitanlega, nei. Það á aldrei að fallast á ofbeldi sem nauðsynlegan fórnarkostnað við samkomuhald eins og um verslunarmannahelgi. Vonandi rís sá dagur að hægt verði að ná samkomulagi um það.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun