Handbolti

Öruggur sigur Lemgo

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Björgvin Páll Gústavsson í leik með íslenska landsliðinu.
Björgvin Páll Gústavsson í leik með íslenska landsliðinu. Nordic Photos / Bongarts
Lemgo vann öruggan sex marka sigur á Kadetten Schaffhausen, 24-18, í fyrri úrslitaleik liðanna í EHF-bikarkeppninni í dag.

Björgvin Páll Gústavsson átti góðan leik í marki Kadetten og varði átján skot. Vignir Svavarsson var í byrjunarliði Lemgo og skoraði alls tvö mörk í leiknum.

Lemgo byrjaði mjög vel í leiknum og komust í 9-3 forystu eftir 20 mínútna leik. Leikmenn Kadetten spýttu þá í lófana og náðu að minnka muninn í fjögur mörk áður en fyrri hálfleik lauk. Staðan í hálfleik var 12-8.

Þeir svissnesku náðu þó aldrei að ógna forystu Lemgo í síðari hálfleik.

Liðin mætast í síðari úrslitaleiknum í Sviss um næstu helgi og þurfa þá Björgvin Páll og félagar að vinna upp vænt forskot þeirra þýsku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×