Handbolti

Guif á toppinn í Svíþjóð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kristján Andrésson, þjálfari Guif.
Kristján Andrésson, þjálfari Guif. Mynd/Tommy Holl

Guif skellti sér í kvöld á topp sænsku úrvalsdeildarinnar í handbolta með fjögurra marka sigri á Kristianstad á útivelli, 24-20.

Kristján Andrésson er þjálfari Guif en bróðir hans, Haukur Andrésson, leikmaður liðsins. Haukur var reyndar ekki meðal markaskorara Guif í kvöld.

Guif er með 34 stig eftir 20 leiki og er með tveggja stiga forystu á Sävehof sem á reyndar leik til góða.

Drott er í sjöunda sætinu eftir sigur á Hammarby í kvöld, 30-28. Gunnar Steinn Jónsson skoraði fimm mörk fyrir Drott í leiknum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×