Handbolti

Arion banki styrkir strákana okkar

Við undirskrift samningsins.
Við undirskrift samningsins.

Arion banki og Handknattleikssamband Íslands, HSÍ, undirrituðu nýlega samning um áframhaldandi samstarf þar sem Arion banki er nú sem áður einn af aðalbakhjörlum HSÍ. Ekki er gefið upp hversu hár styrkur bankans er til HSÍ.

Merki Arion banka verður framan á landsliðsbúningi karlalandsliðsins líkt og undanfarin ár, auk þess sem samstarfið felur í sér ýmsa aðra þætti.

Samningurinn er til þriggja ára. Höskuldur Ólafsson bankastjóri undirritaði samninginn fyrir hönd bankans en Knútur G. Hauksson, formaður HSÍ fyrir hönd sambandsins.

Við undirritunina kom fram í máli Höskuldar að bankinn væri stoltur bakhjarl HSÍ og að bankinn hefði átt farsælt samstarf við sambandið síðan árið 2003. Það væri bankanum mikils virði að koma að þessu uppbyggilega starfi HSÍ enda væri þjóðin öll að baki landsliðsins.

Knútur sagði það mjög mikilvægt fyrir sambandið að hafa jafn sterkan bakhjarl og Arion banka og að þessi samstarfssamningur væri báðum aðilum hagstæður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×