Handbolti

Dagur hættir með Austurríki og Andersson tekur við

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Fréttablaðið/Diener
Sænska goðsögnin Magnús Andersson hefur tekið við keflinu af Degi Sigurðssyni sem landsliðsþjálfari Austurríkis í handbolta.

Dagur náði frábærum árangri með liðið og stýrði hann því til níunda sætis á heimavelli á EM fyrr á árinu.

Hann kom liðinu einnig á HM þar sem það er í riðli með Íslandi.

Andersson var síðast þjálfari FC Köbenhavn í Danmörku. Dagur starfar sem þjálfari Füchse Berlin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×