Handbolti

Strákarnir rústuðu Frökkunum - unnu með tólf marka mun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafur Guðmundsson, leikmaður FH.
Ólafur Guðmundsson, leikmaður FH. Mynd/Anton

Íslensku strákarnir eru aftur komnir á beinu brautina á EM U-20 landsliða í Slóvakíu eftir tólf marka stórsigur á Frökkum, 42-30, í dag.

Ísland þurfti sárlega á sigri að halda í dag til að eiga möguleika á að komast í undanúrslit eftir að hafa tapað fyrir Portúgal í riðlakeppninni.

Ísland fór því með ekkert stig í milliriðlakeppnina en er nú með tvö stig. Í hinum leik dagsins vann Portúgal lið Danmerkur, 29-28.

Portúgal er því efst í riðlinum með fjögur stig og er öruggt áfram í undanúrslit. Ísland og Danmörk koma næst með tvö stig en þessi lið mætast á morgun í hreinum úrslitaleik um hvort liðið fylgir Portúgal áfram.

Íslandi dugir þar jafntefli þar sem liðið er með betri markatölu. Frakkar eru stigalausir í riðlinum og eiga ekki möguleika á að komast í undanúrslitin.

Úrslit um markaskorara Íslands í dag birtast hér eftir skamma stund.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×