Körfubolti

Naumt tap á útivelli hjá Jóni Arnóri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Arnór Stefánsson.
Jón Arnór Stefánsson. Mynd/Vilhelm

Jón Arnór Stefánsson og félagar í CB Granada urðu að sætta sig við eins stigs tap á útivelli á móti Caja Laboral, 69-70, í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag. Jón Arnór skoraði 6 stig í leiknum.

Granada byrjaði ekki vel og var 19-14 undir eftir fyrsta leikhluta en liðið var tveimur stigum yfir fyrir lokaleikhlutann eftir góðan 2.og 3.leikhluta.

Heimamenn tryggðu sér sigurinn í fjórða leikhluta en félagi Jóns Arnórs fékk tækifæri til þess að tryggja sínu liði sigurinn en hitti ekki úr þriggja stiga skoti.

Jón Arnór byrjaði á bekknum og lék í rúmar 19 mínútur í leiknum. Hann var með 6 stig, 3 stolna bolta, 1 frákast og 1 stoðsendingu en hitti aðeins úr 2 af 8 skotum sínum utan af velli.

Caja Laboral er í 3. sæti deildarinnar og hefði Granada unnið leikið hefði liðið átt góða möguleika á að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Granada er nú í 11. sæti en aðeins einum sigri á eftir liðinu í áttunda og síðasta sætinu inn í úrslitakeppnina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×