Handbolti

Magnús: Mikil vonbrigði

Kristinn Páll Teitsson skrifar úr Kaplakrika skrifar
Magnús reynir hér að verja frá Baldvin Þorsteinssyni í kvöld. Mynd/Anton
Magnús reynir hér að verja frá Baldvin Þorsteinssyni í kvöld. Mynd/Anton
„Þetta eru vægast sagt mikil vonbrigði, við ætluðum okkur að gera miklu betur og ég væri til í að vita hvað gerðist hjá okkur í hálfleik," sagði Magnús Gunnar Erlendsson, markvörður Framara eftir 32-21 tap gegn FH.

„Við þurfum að skoða hvað gerðist, við byrjuðum seinni hálfleikinn tveimur færri sem var erfitt og við spiluðum illa úr því. Við vorum að missa boltann fljótt og leyfa þeim að keyra upp hraðaupphlaupin sem voru hrikaleg mistök," sagði Magnús.

„Þegar litið er aftur er hægt að taka margt gott úr þessu tímabili, á köflum spiluðum við besta handboltann í deildinni en við þurfum að fá stöðugleika í leik okkar," sagði Magnús.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×