Handbolti

Þjálfari Norðmanna: Verður erfitt

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Flottur leikmaður með flott nafn - Christoffer Rambo er lykilmaður í norska landsliðinu
Flottur leikmaður með flott nafn - Christoffer Rambo er lykilmaður í norska landsliðinu Mynd/Nordic Photos/Getty
Robert Hedin hinn sænski þjálfari norska handknattleiksliðsins segir D-riðil sterkan. Ísland leikur í D-riðli auk Norðmanna, Króata og Slóvena.

„Þetta er ekki eins og við hefðum vonast eftir. Um leið vitum við að við eigum möguleika í öllum leikjunum," sagði Hedin við Verdens Gang.

Stórskytta Norðmanna Christoffer Rambo hefði frekar kosið að lenda í A- eða B-riðli.

„Þetta hefði getað verið betra en við höfum trú á okkur. Við höfum spilað jafna leiki við Króatíu og Ísland. Leikurinn við Slóvena er hins vegar lykilleikur. Hann verður að vinnast," segir Rambo.

Rambo var einn fjögurra leikmanna sem aðstoðaði við dráttinn í Serbíu í dag.

„Þetta verður mjög erfitt. Við höfum mikið verk að vinna," segir Rambo á vefsíðu evrópska handknattleikssambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×