Handbolti

Ísland í þriðja styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla á EM 2012

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ísland verður í þriðja styrkleikaflokki er dregið verður í riðla fyrir EM 2012.  Mynd. / Pjetur.
Ísland verður í þriðja styrkleikaflokki er dregið verður í riðla fyrir EM 2012. Mynd. / Pjetur.
Íslenska karlalandsliðið í handknattleik verðu í þriðja styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir Evrópumótið í handknattleik sem fram fer í Serbíu daganna 15.-29. janúar 2012.

Ísland lenti í öðru sæti riðilsins í undankeppninni á eftir Þjóðverjum, en hefði liðið unnið riðilinn væri það í efsta styrkleikaflokki.

Danski þjálfarinn, Ulrik Wilbek, þarf að sætta sig við að vera í öðrum styrkleikaflokki þó svo að lið hans hafi unnið sinn undanriðil, en árangur á fyrri Evrópumótum skiptir sköpum þegar kemur að því að raða í styrkleikaflokka.

Þjálfarinn er aftur á móti allt annað en sáttur að lið hans sé ekki í efsta styrkleikaflokki fyrir Evrópumótið í Serbíu og telur að Evrópska handknattleikssambandið sé að starfa eftir óskráðum reglum. Þjóðverjar eru í efsta styrkleikaflokki sem er óskiljanlegt að mati Wilbek, en Danir stóðu sig betur en þeir á síðasta Evrópumóti.

„Við lentum í fimmta sæti á síðasta móti, ofar en Þjóðverjar, en samt eru þeir settir í efsta styrkleikaflokk, þetta er alveg út í hött,“ sagði sá danski við fjölmiðla ytra.

Dregið verður í riðla í Serbíu þann 15. júní næstkomandi.



1. Styrkleikaflokkur – Frakkland, Króatía, Þýskaland og Pólland

2. Styrkleikaflokkur – Danmörk, Svíþjóð, Noregur og Ungverjaland

3. Styrkleikaflokkur – Serbía, Ísland, Spánn, Tékkland

4. Styrkleikaflokkur – Slóvenía, Rússland, Makedónía og Slóvakía




Fleiri fréttir

Sjá meira


×