Handbolti

Komast strákarnir okkar á enn eitt stórmótið?

Stefán Árni Pálsson skrifar
Aron Pálmarsson verður líklega með í dag. Mynd. / Getty Images
Aron Pálmarsson verður líklega með í dag. Mynd. / Getty Images
Íslenska karlalandsliðið í handknattleik verður í eldlínunni í Laugardalshöllinni nú síðdegis þegar liðið mætir Austurríki í hreinum úrslitaleik um laust sæti á Evrópumótinu í Serbíu árið 2012.

Þjóðverjar hafa nú þegar tryggt sér sigur í riðlinum en Austurríkismenn eru í öðru sæti riðilsins með 7 stig en við Íslendingar erum með 6 stig.

Ekkert nema sigur fleytir okkur áfram á Evrópumótið í Serbíu en það verður sjöunda Evrópumótið í röð sem íslenska liðið tekur þátt í sem er hreint magnaður árangur.

Austurríkismönnum nægir jafntefli í leiknum í dag.

Aron Pálmarsson, leikmaður íslenska landsliðsins, hefur verið að glíma við væg bakmeiðsli  að undanförnu  en hefur náð sér að mestu leiti fyrir leikinn gegn Austurríki í dag og mun að öllum líkindum leika með liðinu.

Stuðningur við bakið á strákunum okkar hefur undanfarin ár reynst dýrkeyptur og því er mikilvægt að fjölmenna í höllina kl 16:30 í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×