Körfubolti

Ísland í riðli með Serbíu og Ísrael í undankeppni EM 2013

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Arnór Stefánsson.
Jón Arnór Stefánsson. Mynd/Valli
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta lenti í riðil með eintómum Austur-Evrópuþjóðum þegar dregið var í riðla fyrir komandi Evrópukeppni landsliða í körfuknattleik í höfuðstöðum FIBA Europe í dag.

Ísland er í sex liða riðli en leikið verður heima og að heiman dagana 15. ágúst til 11. september næstkomandi. Með Íslandi í riðli eru Serbía, Ísrael, Svartfjallaland, Eistland og Slóvakía.

Það er því ljóst að löng og kostnaðarsöm ferðlög bíða íslenska landsliðsins næsta haust.

Riðlarnir í undankeppni EM 2013:

A-riðill

Serbía

Ísrael

Svartfjallaland

Eistland

Slóvakía

Ísland

B-riðill

Þýskaland

Búlgaría

Svíþjóð

Aserbaídsjan

Lúxemborg

C-riðill

Króatía

Úkraína

Ungverjaland

Austurríki

Kýpur

D-riðill

Georgía

Bosnía

Lettland

Holland

Rúmenía

E-riðill

Finnland

Pólland

Belgía

Sviss

Albanía

F-riðill

Tyrkland

Ítalía

Portúgal

Tékkland

Hvíta-Rússland




Fleiri fréttir

Sjá meira


×