Bankakerfið 2.0 Magnús Halldórsson skrifar 13. desember 2011 22:36 Það eru ljós við enda ganganna þegar kemur að endurreisn bankakerfisins þrátt fyrir fyrirferðamikinn bölmóð. Ríflega þremur árum eftir einstakt allsherjarhrun bankakerfisins, sparisjóðakerfisins og krónunnar, er búið að byggja upp nýtt viðskiptabankakerfi, sem kalla má bankakerfið 2.0 svona í ljósi þess að hið fyrra hrundi til grunna á þremur dögum haustið 2008.Stór og smár Það er þó reist á eftirstöðvum hins fallna kerfis og í stórum dráttum byggir það á innlendri starfsemi hinna föllnu banka. MP banki sker úr þessum hópi, þar sem hann hefur nú verið endurreistur með nýjum hlutahafahópi sem ekki er í neinu tengdur fyrri eigendum bankans, erlendum kröfuhöfum eða íslenska ríkinu. MP sker sig einnig frá hinum bönkunum hvað varðar stærð. Heildareignir bankans eru innan við 5% af heildareignum Landsbankans, sem er stærsti banki landsins. Eignir hans eru yfir 1.100 milljarðar en hjá MP banka eru þær tæplega 50 milljarðar. Hann telst því dvergvaxinn á þann mælikvarða. Meðaltals eiginfjárhlutfall viðskiptabankanna er ríflega 23 prósent, sem telst vera hátt fyrir bankastarfsemi. Það stafar ekki síst af því að þeir hafa ekki greitt út arð í langan tíma. Fyrrnefnt meðaltal er vel yfir 16 prósenta marki Fjármálaeftirlitsins, sem einnig er hátt. Algengt var fyrir hrun að bankar væru með eiginfjárhlutfall í kringum 10% til 12% en lágmarkið var þá 8%. Samtals er eigið fé þessara fjögurra viðskiptabanka 458,4 milljarðar miðað við uppgjör um mitt þetta ár. Það er ríflega 30 prósent af landsframleiðslu sem telst hátt í alþjóðlegum samanburði. Þó öll kurl séu ekki komin til grafar enn, þegar kemur að virði útlána, þá er efnahagsreikningur viðskiptabankanna orðinn stöðugri en áður. Stóra spurningin til framtíðar er hvernig regluverkið verður þegar kemur að fjárfestingarbankastarfsemi og eignastýringu samhliða viðskiptabankastarfsemi. Það mun skipta alla bankanna miklu máli hvernig regluverkið verður mótað, en Árni Páll Árnason, efnhags- og viðskiptaráðherra, hefur gefið það til kynna að hugsanlega verði regluverkinu hvað þetta varðar breytt. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur raunar einnig gert það.TækifæriEignarhald á viðskiptabönkunum á vafalítið eftir að breytast á næstu árum. Eitt tækifæri höfum við Íslendingar nú þegar við erum loksins farin að spyrna okkur frá botni í efnahagslegu tilliti. Það er að móta stefnu sem kemur í veg fyrir mikið skuldsett eignarhald í bönkunum. Það ætti að treysta stoðir kerfisins frá grunni. Ísland er svo agnarsmár markaður að það getur reynst banvænn kokteill að leyfa mikið skuldsett eignarhald, sbr. afdrif forvera hins nýja kerfis. Vafalítið á þetta eftir að koma til frekari umræðu þegar fram í sækir. Þó skattgreiðendur séu ekki í meirihluta sem hluthafar í kerfinu í heild þá eru þeir með kerfið í fanginu að vissu leyti. Enn hafa ekki verið stigin skref í átt að afnámi yfirlýsingar um ríkisábyrgð á öllum innstæðum, þó allt lifandi fólk geri sér grein fyrir því að ríkissjóður getur ekki ábyrgst þær sökum þess að hann á ekki pening fyrir því. En líkt og með regluverk um starfsemina, þá eru þessu verkefni á borði Árna Páls og bíða úrlausnar. Í ljósi þess hve umfangsmikil og mikilvæg þessi verkefni eru fyrir íslenska hagkerfið er líklega fremur ólíklegt að Árni Páll stigi til hliðar sem ráðherra á þessum tímapunkti, eins og verið hefur til umræðu. Allt getur þó gerst. Hvernig sem fer hlýtur ríkisstjórnin að gera sér grein fyrir því að þessi verkefni mega ekki mæta afgangi eða verða að fórnarkostnaði í pólitískri refskák.Staðreyndir um viðskiptabankanna:Landsbankinn Eignarhald: 81% Ríkið, 19% kröfuhafar gamla Landsbankans. Eiginfjárhlutfall: 22,4% (hálfsársuppgjör 2011) Eigið fé: 207 milljarðar Bankastjóri: Steinþór Pálsson Stjórnarformaður: Gunnar Helgi HálfdánarsonArion banki Eignarhald: 13% Ríkið, 87% kröfuhafar Kaupþings. Eiginfjárhlutfall: 21,4% (hálfsársuppgjör 2011) Eigið fé: 117,2 milljarðar Bankastjóri: Höskuldur Ólafsson Stjórnarformaður: Monica CanemanÍslandsbanki Eignarhald: 5% Ríkið, 95% kröfuhafar Glitnis. Eiginfjárhlutfall: 28% Eigið fé: 129 milljarðar Bankastjóri: Birna Einarsdóttir Stjórnarformaður: Friðrik SophussonMP bankiEignarhald: 40 innlendir og erlendir hluthafar, einstaklingar og fagfjárfestar. Skúli Mogensen er stærsti einstaki eigandinn í gegnum Títan fjárfestingafélag. Hann er jafnframt sá eini sem á meira en 10% hlut. Eiginfjárhlutfall: 20,3% Eigið fé: 5,2 milljarðar Bankastjóri: Sigurður Atli Jónsson Stjórnarformaður: Þorsteinn Pálsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Halldórsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun
Það eru ljós við enda ganganna þegar kemur að endurreisn bankakerfisins þrátt fyrir fyrirferðamikinn bölmóð. Ríflega þremur árum eftir einstakt allsherjarhrun bankakerfisins, sparisjóðakerfisins og krónunnar, er búið að byggja upp nýtt viðskiptabankakerfi, sem kalla má bankakerfið 2.0 svona í ljósi þess að hið fyrra hrundi til grunna á þremur dögum haustið 2008.Stór og smár Það er þó reist á eftirstöðvum hins fallna kerfis og í stórum dráttum byggir það á innlendri starfsemi hinna föllnu banka. MP banki sker úr þessum hópi, þar sem hann hefur nú verið endurreistur með nýjum hlutahafahópi sem ekki er í neinu tengdur fyrri eigendum bankans, erlendum kröfuhöfum eða íslenska ríkinu. MP sker sig einnig frá hinum bönkunum hvað varðar stærð. Heildareignir bankans eru innan við 5% af heildareignum Landsbankans, sem er stærsti banki landsins. Eignir hans eru yfir 1.100 milljarðar en hjá MP banka eru þær tæplega 50 milljarðar. Hann telst því dvergvaxinn á þann mælikvarða. Meðaltals eiginfjárhlutfall viðskiptabankanna er ríflega 23 prósent, sem telst vera hátt fyrir bankastarfsemi. Það stafar ekki síst af því að þeir hafa ekki greitt út arð í langan tíma. Fyrrnefnt meðaltal er vel yfir 16 prósenta marki Fjármálaeftirlitsins, sem einnig er hátt. Algengt var fyrir hrun að bankar væru með eiginfjárhlutfall í kringum 10% til 12% en lágmarkið var þá 8%. Samtals er eigið fé þessara fjögurra viðskiptabanka 458,4 milljarðar miðað við uppgjör um mitt þetta ár. Það er ríflega 30 prósent af landsframleiðslu sem telst hátt í alþjóðlegum samanburði. Þó öll kurl séu ekki komin til grafar enn, þegar kemur að virði útlána, þá er efnahagsreikningur viðskiptabankanna orðinn stöðugri en áður. Stóra spurningin til framtíðar er hvernig regluverkið verður þegar kemur að fjárfestingarbankastarfsemi og eignastýringu samhliða viðskiptabankastarfsemi. Það mun skipta alla bankanna miklu máli hvernig regluverkið verður mótað, en Árni Páll Árnason, efnhags- og viðskiptaráðherra, hefur gefið það til kynna að hugsanlega verði regluverkinu hvað þetta varðar breytt. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur raunar einnig gert það.TækifæriEignarhald á viðskiptabönkunum á vafalítið eftir að breytast á næstu árum. Eitt tækifæri höfum við Íslendingar nú þegar við erum loksins farin að spyrna okkur frá botni í efnahagslegu tilliti. Það er að móta stefnu sem kemur í veg fyrir mikið skuldsett eignarhald í bönkunum. Það ætti að treysta stoðir kerfisins frá grunni. Ísland er svo agnarsmár markaður að það getur reynst banvænn kokteill að leyfa mikið skuldsett eignarhald, sbr. afdrif forvera hins nýja kerfis. Vafalítið á þetta eftir að koma til frekari umræðu þegar fram í sækir. Þó skattgreiðendur séu ekki í meirihluta sem hluthafar í kerfinu í heild þá eru þeir með kerfið í fanginu að vissu leyti. Enn hafa ekki verið stigin skref í átt að afnámi yfirlýsingar um ríkisábyrgð á öllum innstæðum, þó allt lifandi fólk geri sér grein fyrir því að ríkissjóður getur ekki ábyrgst þær sökum þess að hann á ekki pening fyrir því. En líkt og með regluverk um starfsemina, þá eru þessu verkefni á borði Árna Páls og bíða úrlausnar. Í ljósi þess hve umfangsmikil og mikilvæg þessi verkefni eru fyrir íslenska hagkerfið er líklega fremur ólíklegt að Árni Páll stigi til hliðar sem ráðherra á þessum tímapunkti, eins og verið hefur til umræðu. Allt getur þó gerst. Hvernig sem fer hlýtur ríkisstjórnin að gera sér grein fyrir því að þessi verkefni mega ekki mæta afgangi eða verða að fórnarkostnaði í pólitískri refskák.Staðreyndir um viðskiptabankanna:Landsbankinn Eignarhald: 81% Ríkið, 19% kröfuhafar gamla Landsbankans. Eiginfjárhlutfall: 22,4% (hálfsársuppgjör 2011) Eigið fé: 207 milljarðar Bankastjóri: Steinþór Pálsson Stjórnarformaður: Gunnar Helgi HálfdánarsonArion banki Eignarhald: 13% Ríkið, 87% kröfuhafar Kaupþings. Eiginfjárhlutfall: 21,4% (hálfsársuppgjör 2011) Eigið fé: 117,2 milljarðar Bankastjóri: Höskuldur Ólafsson Stjórnarformaður: Monica CanemanÍslandsbanki Eignarhald: 5% Ríkið, 95% kröfuhafar Glitnis. Eiginfjárhlutfall: 28% Eigið fé: 129 milljarðar Bankastjóri: Birna Einarsdóttir Stjórnarformaður: Friðrik SophussonMP bankiEignarhald: 40 innlendir og erlendir hluthafar, einstaklingar og fagfjárfestar. Skúli Mogensen er stærsti einstaki eigandinn í gegnum Títan fjárfestingafélag. Hann er jafnframt sá eini sem á meira en 10% hlut. Eiginfjárhlutfall: 20,3% Eigið fé: 5,2 milljarðar Bankastjóri: Sigurður Atli Jónsson Stjórnarformaður: Þorsteinn Pálsson
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun