Handbolti

EHF skiptir sér af Jesper Nielsen

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jesper Nielsen.
Jesper Nielsen.

Handknattleikssamband Evrópu, EHF, er með málefni Danans Jesper Nielsen inn á sínu borði en það þykir ekki ganga upp að hann sé við stjórnvölinn hjá tveimur stórliðum í einu.

Jesper er aðalmaðurinn hjá bæði danska liðinu AGK og þýska liðinu Rhein-Neckar Löwen. Þessi lið geta farið að mætast í Meistaradeildinni og EHF vill hafa einhverjar reglur um eigendamálin.

Nielsen segir það ekki koma sér á óvart að EHF sé að skoða málið.

"Að sjálfsögðu skil ég að hér sé vandamál sem þarf að leysa," sagði Nielsen en hann segist hafa vonast til þess að geta unnið með báðum liðunum í átta til tíu ár.

Nielsen hefur þegar rætt málið við EHF og verður áhugavert að sjá hvaða reglur þeir setja í kjölfarið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×